Frá þessu er greint á mbl.is, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Eiður hefur komist í klandur utan vallar.
Fyrr í vetur átti sér stað atvik þar sem að Eiður virtist ölvaður í útsendingu í þættinum Vellinum á Síminn Sport. Mikið var fjallað um það mál á samfélagsmiðlum og nú hefur Eiður aftur ratað í svipaða umræðu.
Eiður Smári er einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, en nú hefur hann einungis tvo kosti hjá Knattspyrnusambandinu samkvæmt heimildum mbl.is. Annað hvort fer hann í meðferð, eða missir starfið sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar, þjálfara íslenska A-landsliðsins.