Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 23:16 Jeff Bezos er einn ríkasti maður í heimi. Þegar hann fer út í geim er mjög líkegt að hann verði ríkasti maður í geimi. Jonathan Newton / The Washington Post via Getty Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Bezos, greindi frá þessu á Twitter í dag og að nafn hæstbjóðandans yrði gert opinbert á næstu vikum. The name of the auction winner will be released in the weeks following the auction’s conclusion. Then, the fourth and final crew member will be announced – stay tuned.— Blue Origin (@blueorigin) June 12, 2021 Auk hins dularfulla hæstbjóðanda og Bezos, sem samkvæmt Forbes er næstríkasti maður heims þessa stundina, fer Mark Bezos, bróðir Jeff, með í ferðina. Fjárhæðin sem hæstbjóðandi kemur til með að láta af hendi rakna mun renna í sjóð á vegum fyrirtækis Bezos, sem ber heitir Club for the Future. Sjóðurinn hefur það markmið að styðja við áframhaldandi vöxt í ýmsum vísindagreinum, með áherslu á rannsóknir á lífi mannfólks í geimnum, að því er fram kemur á vefsíðu sjóðsins. Geimferð Bezos-bræðra og huldubjóðandans er á dagskrá þann 20. júlí. Frá þessu greindi Bezos í Instagram-færslu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Geimurinn Bandaríkin Amazon Tengdar fréttir Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Bezos, greindi frá þessu á Twitter í dag og að nafn hæstbjóðandans yrði gert opinbert á næstu vikum. The name of the auction winner will be released in the weeks following the auction’s conclusion. Then, the fourth and final crew member will be announced – stay tuned.— Blue Origin (@blueorigin) June 12, 2021 Auk hins dularfulla hæstbjóðanda og Bezos, sem samkvæmt Forbes er næstríkasti maður heims þessa stundina, fer Mark Bezos, bróðir Jeff, með í ferðina. Fjárhæðin sem hæstbjóðandi kemur til með að láta af hendi rakna mun renna í sjóð á vegum fyrirtækis Bezos, sem ber heitir Club for the Future. Sjóðurinn hefur það markmið að styðja við áframhaldandi vöxt í ýmsum vísindagreinum, með áherslu á rannsóknir á lífi mannfólks í geimnum, að því er fram kemur á vefsíðu sjóðsins. Geimferð Bezos-bræðra og huldubjóðandans er á dagskrá þann 20. júlí. Frá þessu greindi Bezos í Instagram-færslu á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos)
Geimurinn Bandaríkin Amazon Tengdar fréttir Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. 7. júní 2021 11:40