Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:00 Kasper Schmeichel ræðir við blaðamenn í morgun. AP/Liselotte Sabroe Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira