Aukning í sumarhúsakaupum rakin til faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 10:18 Úr Skorradal. Þar er mikið af sumarbústöðum. Vísir/Jói K. Mikil aukning hefur orðið á sumarhúsakaupum hér á landi. Undirritaðir kaupsamningar um sumarhús voru 129 á fyrsta fjórðungi þessa árs og eru þeir margfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans fyrir fasteignamarkaðinn sem send var út í dag. „Mikill áhugi virðist vera á sumarhúsakaupum samkvæmt gögnum Þjóðskrár um mánaðarlegan fjölda kaupsamninga um sumarhús og lóðir undir sumarhús. Skarpur viðsnúningur varð um leið og Covid-faraldurinn braust út þar sem viðskipti fóru úr því að vera um 17 talsins á mánuði á fyrsta fjórðungi síðast árs upp í að jafnaði 52 á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Slík aukning hefur ekki mælst á jafn skömmum tíma frá upphafi gagnasöfnunar,“ segir þar. Þá kemur fram að mesti fjöldi sem mælst hefði í stökum mánuði hefði verið í júní á síðasta ári, þegar 73 kaupsamningar voru undirritaðir. Nýjustu gögnin ná yfir aprílmánuð á þessu ári, þegar 62 samningar voru undirritaðir. Í hagsjánni er þá dregin sú ályktun að færri ferðalög til útlanda og aukinn tími fólks heima við, sökum kórónuveirufaraldursins, valdi auknum áhuga fólks á að fjárfesta í sumarhúsum hér á landi. Ef fyrstu ársfjórðungar 2020 og 2021 eru bornir saman sést að aukning í undirritunum kaupsamninga er 153 prósent. Hóflægar hækkanir Í hagsjánni er þá vakin athygli á því að verðhækkanir virðist nokkuð hóflegar, þrátt fyrir aukna sölu. „Meðalfermetraverð seldra sumarhúsa hækkaði um 10% milli ára í fyrra á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði um 58%. Hækkunin nú er mun minni en sást á árunum 2005-2007 þegar verð á sumarhúsum hækkaði um allt að 30% milli ára. Hér er þó einungis verið að skoða verð á byggðum sumarhúsum sem hafa áður selst, þ.e. nýbyggingar eru ekki með og heldur ekki verð á óbyggðum lóðum.“ Það er talið til marks um nokkuð gott framboð af sumarhúsalóðum og byggðum sumarhúsum að verðhækkanir hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þó gögn um verðþróun á þessu ári séu ekki aðgengileg er gert ráð fyrir því að hækkanir séu ef til vill í meiri takti við eftirspurn og hærra fasteignaverð almennt. Suðurlandið sér á báti Um það bil 14.500 sumarhús eru skráð hér á landi. Rúmur helmingur þeirra er á Suðurlandi og 21 prósent á Vesturlandi. Ef litið er til sveitarfélaga eru sumarhús flest í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða um 3.100 talsins. Sumarhús í sveitarfélaginu eru um fjórtán sinnum fleiri en íbúðarhús. Í Bláskógabyggð er svipaða sögu að segja. Þar eru sumarhús um 2.100 talsins en íbúðir tæplega 500, samkvæmt hagsjánni. Á Vesturlandi er flest sumarhús að finna í Borgarbyggð, um 1.500 á móti 1.900 íbúðarhúsum. „Það er því ljóst að í sumum sveitarfélögum landsins er uppistaða byggðar fyrst og fremst sumarbústaðir. Á landinu öllu er þó um það bil einn bústaður fyrir hverjar 10 íbúðir.“ Óvíst með framhaldið Í hagsjánni er þá tekið fram að þróunin virðist sýna fram á að lágir vextir, aukinn kaupmáttur, færri ferðalög og aðrir fylgifiskar faraldursins hafi hvatt marga til þess að fjárfesta í sumarhúsum, sem og öðru íbúðarhúsnæði. Óvíst er hvort vöxturinn haldi áfram með sama hraða, og mögulegt að um tímabundin áhrif að ræða sem rekja megi til ástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Fasteignamarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans fyrir fasteignamarkaðinn sem send var út í dag. „Mikill áhugi virðist vera á sumarhúsakaupum samkvæmt gögnum Þjóðskrár um mánaðarlegan fjölda kaupsamninga um sumarhús og lóðir undir sumarhús. Skarpur viðsnúningur varð um leið og Covid-faraldurinn braust út þar sem viðskipti fóru úr því að vera um 17 talsins á mánuði á fyrsta fjórðungi síðast árs upp í að jafnaði 52 á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Slík aukning hefur ekki mælst á jafn skömmum tíma frá upphafi gagnasöfnunar,“ segir þar. Þá kemur fram að mesti fjöldi sem mælst hefði í stökum mánuði hefði verið í júní á síðasta ári, þegar 73 kaupsamningar voru undirritaðir. Nýjustu gögnin ná yfir aprílmánuð á þessu ári, þegar 62 samningar voru undirritaðir. Í hagsjánni er þá dregin sú ályktun að færri ferðalög til útlanda og aukinn tími fólks heima við, sökum kórónuveirufaraldursins, valdi auknum áhuga fólks á að fjárfesta í sumarhúsum hér á landi. Ef fyrstu ársfjórðungar 2020 og 2021 eru bornir saman sést að aukning í undirritunum kaupsamninga er 153 prósent. Hóflægar hækkanir Í hagsjánni er þá vakin athygli á því að verðhækkanir virðist nokkuð hóflegar, þrátt fyrir aukna sölu. „Meðalfermetraverð seldra sumarhúsa hækkaði um 10% milli ára í fyrra á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði um 58%. Hækkunin nú er mun minni en sást á árunum 2005-2007 þegar verð á sumarhúsum hækkaði um allt að 30% milli ára. Hér er þó einungis verið að skoða verð á byggðum sumarhúsum sem hafa áður selst, þ.e. nýbyggingar eru ekki með og heldur ekki verð á óbyggðum lóðum.“ Það er talið til marks um nokkuð gott framboð af sumarhúsalóðum og byggðum sumarhúsum að verðhækkanir hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þó gögn um verðþróun á þessu ári séu ekki aðgengileg er gert ráð fyrir því að hækkanir séu ef til vill í meiri takti við eftirspurn og hærra fasteignaverð almennt. Suðurlandið sér á báti Um það bil 14.500 sumarhús eru skráð hér á landi. Rúmur helmingur þeirra er á Suðurlandi og 21 prósent á Vesturlandi. Ef litið er til sveitarfélaga eru sumarhús flest í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða um 3.100 talsins. Sumarhús í sveitarfélaginu eru um fjórtán sinnum fleiri en íbúðarhús. Í Bláskógabyggð er svipaða sögu að segja. Þar eru sumarhús um 2.100 talsins en íbúðir tæplega 500, samkvæmt hagsjánni. Á Vesturlandi er flest sumarhús að finna í Borgarbyggð, um 1.500 á móti 1.900 íbúðarhúsum. „Það er því ljóst að í sumum sveitarfélögum landsins er uppistaða byggðar fyrst og fremst sumarbústaðir. Á landinu öllu er þó um það bil einn bústaður fyrir hverjar 10 íbúðir.“ Óvíst með framhaldið Í hagsjánni er þá tekið fram að þróunin virðist sýna fram á að lágir vextir, aukinn kaupmáttur, færri ferðalög og aðrir fylgifiskar faraldursins hafi hvatt marga til þess að fjárfesta í sumarhúsum, sem og öðru íbúðarhúsnæði. Óvíst er hvort vöxturinn haldi áfram með sama hraða, og mögulegt að um tímabundin áhrif að ræða sem rekja megi til ástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins.
Fasteignamarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira