Eriksen brosandi og þakklátur í nýrri kveðju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 08:01 Christian Eriksen leit vel út á myndinni sem hann lét fylgja með kveðjunni. Twitter/@DBUfodbold Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er enn á sjúkrahúsi að jafna sig eftir að hafa verið lífgaður við á fótboltavellinum á laugardaginn var. Hann vildi þakka öllum fyrir stuðninginn og sendi frá sér mynd og kveðju á samfélagsmiðlum. Christian Eriksen er þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og sendi öllum kveðju í gegnum Twitter síðu danska knattspyrnusambandsins. Þar sést Eriksen brosandi og með þumalinn upp sem er hughreystandi fyrir alla þá sem höfðu áhyggjur af honum. A message from @ChrisEriksen8. pic.twitter.com/WDTHjqE94w— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) June 15, 2021 „Hæ allir. Ég vill þakka fyrir ánægjulegar og yndislegar kveðjur alls staðar að úr heiminun. Þær skipta miklu máli fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er góður miðað við aðstæður. Ég þarf að fara í gegnum frekari rannsóknir á sjúkrahúsinu en mér líður ágætlega. Núna mun ég hvetja strákana í danska landsliðinu í næstu leikjum. Spilið fyrir alla Danmörku. Bestu kveðjur Christian,“ segir í kveðjunni sem sjá má hér fyrir ofan. Eriksen hafði áður sent liðsfélögum sínum myndband með kveðju. Pierre-Emile Hojbjerg, leikmaður danska landsliðsins, sagði frá myndbandinu þegar hann hitti blaðamenn. Eriksen tók upp kveðju þar sem hann hvatti liðsfélaga sína áfram og sagði þeim að einbeita sér að næsta leik á EM sem er á móti Belgum á fimmtudaginn. "I do not have the words for it, but it was fantastic." Pierre-Emile Hojbjerg reveals the #DEN team have FaceTimed Christian Eriksen following his cardiac arrest pic.twitter.com/cOll78vTrm— Football Daily (@footballdaily) June 14, 2021 Eriksen sagðist ekki muna mikið eftir því sem gerðist en hafði þeim mun meiri áhyggjur af því hvernig það var fyrir leikmenn danska landsliðsins að horfa upp á svona óhugnanlegan atburð. UEFA pressaði danska liðið aftur á völlinn seinna um daginn þar sem Danir töpuðu 1-0 á móti Finnum. Martin Schoots, umboðsmaður Eriksen, segir að leikmaðurinn sé að gangast undir ítarlegar rannsóknir. Hojbjerg couldn t join the wall. Every player backed the paramedics cos they couldn t watch them perform CPR except Captain Kjaer and Schmeichel. One of the scariest sights in football. Prayers up for Christian Eriksen. pic.twitter.com/T1UJ9TvwZD— E (@iamOkon) June 12, 2021 „Við viljum öll átta okkur á því hvað gerðist fyrir hann og hann sjálfur auðvitað líka. Læknarnir eru að skoða hann mjög nákvæmlega og það tekur tíma,“ sagði Martin Schoots við Gazzetta dello Sport. Schoots segir að fjöldi kveðja og skilaboða alls staðar að úr heiminum hafi hjálpað Eriksen. „Hann var ánægður að vita af allri þessari ást í kringum hann. Hann fékk skilaboð alls staðar að úr heiminum. Hálfur heimurinn hefur haft samband og allir eru áhyggjufullir. Núna þarf hann bara að hvíla sig. Konan hans og foreldrar hans eru með honum. Hann vill samt hvetja liðsfélaga sína áfram í Belgíuleiknum,“ sagði Schoots. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Christian Eriksen er þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og sendi öllum kveðju í gegnum Twitter síðu danska knattspyrnusambandsins. Þar sést Eriksen brosandi og með þumalinn upp sem er hughreystandi fyrir alla þá sem höfðu áhyggjur af honum. A message from @ChrisEriksen8. pic.twitter.com/WDTHjqE94w— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) June 15, 2021 „Hæ allir. Ég vill þakka fyrir ánægjulegar og yndislegar kveðjur alls staðar að úr heiminun. Þær skipta miklu máli fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er góður miðað við aðstæður. Ég þarf að fara í gegnum frekari rannsóknir á sjúkrahúsinu en mér líður ágætlega. Núna mun ég hvetja strákana í danska landsliðinu í næstu leikjum. Spilið fyrir alla Danmörku. Bestu kveðjur Christian,“ segir í kveðjunni sem sjá má hér fyrir ofan. Eriksen hafði áður sent liðsfélögum sínum myndband með kveðju. Pierre-Emile Hojbjerg, leikmaður danska landsliðsins, sagði frá myndbandinu þegar hann hitti blaðamenn. Eriksen tók upp kveðju þar sem hann hvatti liðsfélaga sína áfram og sagði þeim að einbeita sér að næsta leik á EM sem er á móti Belgum á fimmtudaginn. "I do not have the words for it, but it was fantastic." Pierre-Emile Hojbjerg reveals the #DEN team have FaceTimed Christian Eriksen following his cardiac arrest pic.twitter.com/cOll78vTrm— Football Daily (@footballdaily) June 14, 2021 Eriksen sagðist ekki muna mikið eftir því sem gerðist en hafði þeim mun meiri áhyggjur af því hvernig það var fyrir leikmenn danska landsliðsins að horfa upp á svona óhugnanlegan atburð. UEFA pressaði danska liðið aftur á völlinn seinna um daginn þar sem Danir töpuðu 1-0 á móti Finnum. Martin Schoots, umboðsmaður Eriksen, segir að leikmaðurinn sé að gangast undir ítarlegar rannsóknir. Hojbjerg couldn t join the wall. Every player backed the paramedics cos they couldn t watch them perform CPR except Captain Kjaer and Schmeichel. One of the scariest sights in football. Prayers up for Christian Eriksen. pic.twitter.com/T1UJ9TvwZD— E (@iamOkon) June 12, 2021 „Við viljum öll átta okkur á því hvað gerðist fyrir hann og hann sjálfur auðvitað líka. Læknarnir eru að skoða hann mjög nákvæmlega og það tekur tíma,“ sagði Martin Schoots við Gazzetta dello Sport. Schoots segir að fjöldi kveðja og skilaboða alls staðar að úr heiminum hafi hjálpað Eriksen. „Hann var ánægður að vita af allri þessari ást í kringum hann. Hann fékk skilaboð alls staðar að úr heiminum. Hálfur heimurinn hefur haft samband og allir eru áhyggjufullir. Núna þarf hann bara að hvíla sig. Konan hans og foreldrar hans eru með honum. Hann vill samt hvetja liðsfélaga sína áfram í Belgíuleiknum,“ sagði Schoots.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira