Reyndi að leiða hjá sér haturspóstana sem beindust líka gegn börnunum Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 17:00 Marcus Berg var nálægt því að skora fyrir Svía í gær en hitti boltann illa á ögurstundu. EPA/Pierre Philippe Marcou Sænska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við lögregluna vegna fjölda hatursfullra skilaboða sem Marcus Berg fékk send eftir að hafa klúðrað færi í leiknum við Spán á Evrópumótinu í gærkvöld. Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Fylgja stefnu Trump og banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01
Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57