Sveindís byrjar, Cecilía er í markinu og Hafrún í bakverðinum: Fimm breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 15:53 Cecilía Rán Rúnarsdóttir byrjar í dag sinn þriðja A-landsleik á ferlinum. Hún fékk eitt mark á sig í hinum tveimur. Getty/Gabriele Maltinti Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu sínu fyrir seinni vináttulandsleikinn á móti Írlandi sem fer eins og sá fyrri fram á Laugardalsvellinum. Þrír kornungir leikmenn fá tækifærið í dag. Íslensku stelpurnar unnu 3-2 sigur á Írum á föstudaginn var en þær komust þá í 3-0 í fyrri hálfleiknum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig íslenska liðið fylgir því eftir að hafa tapað seinni hálfleik þess leiks 2-0. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og á Vísi. Hin átján ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin sautján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir fá báðar tækifæri í dag en þær byrjuðu báðar annan vináttuleikinn á móti Ítölum í apríl og eru greinilega inn í myndinni hjá Þorsteini. Byrjunarliðið gegn Írlandi í dag!Leikurinn hefst kl. 17:00 og er miðasala í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7x!https://t.co/krlZtBkPJ1Our starting lineup for today's friendly against @FAIreland!#dottir pic.twitter.com/JsbMkNEHyi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 15, 2021 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjar líka leikinn en hún kom ekkert við sögu í fyrri leiknum. Þá koma reynsluboltarnir Hallbera Guðný Gísladóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir báðar inn í liðið. Sveindís Jane er nýorðin tvítug en þegar farinn að láta að sér kveða í sænsku úrvalsdeildinni. Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Elín Metta Jensen og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fara allar á bekkinn en þær voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum. Byrjunarlið Íslands í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir Hafrún Rakel Halldórsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Íslensku stelpurnar unnu 3-2 sigur á Írum á föstudaginn var en þær komust þá í 3-0 í fyrri hálfleiknum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig íslenska liðið fylgir því eftir að hafa tapað seinni hálfleik þess leiks 2-0. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og á Vísi. Hin átján ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin sautján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir fá báðar tækifæri í dag en þær byrjuðu báðar annan vináttuleikinn á móti Ítölum í apríl og eru greinilega inn í myndinni hjá Þorsteini. Byrjunarliðið gegn Írlandi í dag!Leikurinn hefst kl. 17:00 og er miðasala í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7x!https://t.co/krlZtBkPJ1Our starting lineup for today's friendly against @FAIreland!#dottir pic.twitter.com/JsbMkNEHyi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 15, 2021 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjar líka leikinn en hún kom ekkert við sögu í fyrri leiknum. Þá koma reynsluboltarnir Hallbera Guðný Gísladóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir báðar inn í liðið. Sveindís Jane er nýorðin tvítug en þegar farinn að láta að sér kveða í sænsku úrvalsdeildinni. Sandra Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Agla María Albertsdóttir, Elín Metta Jensen og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fara allar á bekkinn en þær voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum. Byrjunarlið Íslands í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir Hafrún Rakel Halldórsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Byrjunarlið Íslands í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir Hafrún Rakel Halldórsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn