Bjórþyrsti spéfuglinn sem Finnar geta reitt sig á Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2021 10:02 Lukas Hradecky fagnar með stuðningsmönnum eftir sigur gegn Ungverjalandi í Tampere árið 2018. Getty/Antti Yrjonen Markvörðurinn Lukas Hradecky fagnaði einu sinni sigri finnska landsliðsins með því að þamba heilt bjórglas frá stuðningsmanni. Það er eiginlega alltaf stutt í grínið hjá þessari þjóðhetju Finna en hann viðurkennir að minna hafi verið um grín eftir fyrsta leikinn á EM, sigurinn á Dönum þar sem Christian Eriksen fór í hjartastopp. Finnar og Danir kláruðu leikinn á laugardag, aðeins skömmu eftir að læknum tókst að lífga Eriksen við. Hradecky varði vítaspyrnu í leiknum og Finnar unnu það sem fyrir fram hefði talist óvæntur sigur, 1-0, en augu þeirra líkt og heimsins alls hafa hins vegar beinst að Eriksen og hans heilsu. „Já, samtölin í gufubaðinu, í rútunni og alls staðar þar sem við erum hafa snúist um þetta. Strákarnir eru alltaf að lesa fréttir og við fylgjumst stöðugt með stöðunni á Christian. Núna, nokkrum dögum eftir þetta slys, er útlitið sem betur fer gott,“ sagði Hradecky við Yle á æfingu finnska hópsins sem nú er kominn til Rússlands. „Núna þegar við erum komnir lengra frá Kaupmannahöfn þá þarf einbeitingin að færast yfir á fótboltann,“ sagði Hradecky. Klippa: Hradecky ver víti Dana Hradecky verður eflaust í sviðsljósinu í dag í „vetrarstríðinu“ við Rússland kl. 13. Finnar þurfa á því að halda að þessi 31 árs gamli markvörður Leverkusen, sem áður lék með Frankfurt eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, verði upp á sitt besta svo þeir haldi áfram að koma á óvart. Gott að verja með pungnum Í grein í finnska miðlinum Ilta-Sanomat um Hradecky segir að það sé dæmigert fyrir hann að hafa sótt sér bjór til stuðingsmanns til að fagna, þegar Finnland vann Hvíta-Rússland 2-0 í vináttulandsleik fyrir þremur árum. Alltaf sé stutt í breiða brosið og óvenjulegt grín hjá honum, eins og þegar hann sagði ekkert vera betra fyrir markvörð en að verja skot með pungnum. View this post on Instagram A post shared by Lukas Hradecky (@lhradecky) Skömmu eftir að hafa tekið drykkinn af stuðningsmanninum birti Hradecky mynd af þeim á samfélagsmiðlum, eftir að hafa gefið stuðningsmanninum kassa af bjór. „Skuldin er greidd núna,“ skrifaði markvörðurinn. Mikilvægt að vera maður sjálfur Í grein Ilta-Sanomat segir að þó að Hradecky geti verið kjaftfor „trúður“, sem njóti þess að fá sér smá bjór, þá sé hann fagmennskan uppmáluð þegar komi að æfingum og keppni. „Það er alltaf ákveðið tabú varðandi bjórdrykkju. Bjór er til þess að drekka hann. Og varðandi blótsyrðin; 99,9% fólks blótar. Af hverju ættum við fótboltamenn að vera meiri dýrlingar en aðrir? Fólk heldur að ég verði fullur á hverju kvöldi en það er ekki þannig. Auðvitað ekki, ég er atvinnumaður í fótbolta. Ég kveiki á Netflix, elda einhvern mat, tek einn bjór úr ísskápnum og hvíli mig svo. Á vissan hátt lifum við fótboltamenn eins og við séum inni á einhverri stofnun. Við þurfum að búa á bakvið luktar dyr. Ég held að það sé mikilvægt að vera maður sjálfur og sem betur fer uppgötvaði ég það snemma. Hvort sem maður starfar í alvarlegu umhverfi eða ekki þá verður maður að vera maður sjálfur,“ sagði Hradecky. Leikur Finnlands og Rússlands hefst kl. 13 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Þremur tímum síðar, eða kl. 16, mætast Tyrkland og Wales, og kl. 19 er leikur Ítalíu og Sviss. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Finnland Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Finnar og Danir kláruðu leikinn á laugardag, aðeins skömmu eftir að læknum tókst að lífga Eriksen við. Hradecky varði vítaspyrnu í leiknum og Finnar unnu það sem fyrir fram hefði talist óvæntur sigur, 1-0, en augu þeirra líkt og heimsins alls hafa hins vegar beinst að Eriksen og hans heilsu. „Já, samtölin í gufubaðinu, í rútunni og alls staðar þar sem við erum hafa snúist um þetta. Strákarnir eru alltaf að lesa fréttir og við fylgjumst stöðugt með stöðunni á Christian. Núna, nokkrum dögum eftir þetta slys, er útlitið sem betur fer gott,“ sagði Hradecky við Yle á æfingu finnska hópsins sem nú er kominn til Rússlands. „Núna þegar við erum komnir lengra frá Kaupmannahöfn þá þarf einbeitingin að færast yfir á fótboltann,“ sagði Hradecky. Klippa: Hradecky ver víti Dana Hradecky verður eflaust í sviðsljósinu í dag í „vetrarstríðinu“ við Rússland kl. 13. Finnar þurfa á því að halda að þessi 31 árs gamli markvörður Leverkusen, sem áður lék með Frankfurt eftir að hafa slegið í gegn í Danmörku, verði upp á sitt besta svo þeir haldi áfram að koma á óvart. Gott að verja með pungnum Í grein í finnska miðlinum Ilta-Sanomat um Hradecky segir að það sé dæmigert fyrir hann að hafa sótt sér bjór til stuðingsmanns til að fagna, þegar Finnland vann Hvíta-Rússland 2-0 í vináttulandsleik fyrir þremur árum. Alltaf sé stutt í breiða brosið og óvenjulegt grín hjá honum, eins og þegar hann sagði ekkert vera betra fyrir markvörð en að verja skot með pungnum. View this post on Instagram A post shared by Lukas Hradecky (@lhradecky) Skömmu eftir að hafa tekið drykkinn af stuðningsmanninum birti Hradecky mynd af þeim á samfélagsmiðlum, eftir að hafa gefið stuðningsmanninum kassa af bjór. „Skuldin er greidd núna,“ skrifaði markvörðurinn. Mikilvægt að vera maður sjálfur Í grein Ilta-Sanomat segir að þó að Hradecky geti verið kjaftfor „trúður“, sem njóti þess að fá sér smá bjór, þá sé hann fagmennskan uppmáluð þegar komi að æfingum og keppni. „Það er alltaf ákveðið tabú varðandi bjórdrykkju. Bjór er til þess að drekka hann. Og varðandi blótsyrðin; 99,9% fólks blótar. Af hverju ættum við fótboltamenn að vera meiri dýrlingar en aðrir? Fólk heldur að ég verði fullur á hverju kvöldi en það er ekki þannig. Auðvitað ekki, ég er atvinnumaður í fótbolta. Ég kveiki á Netflix, elda einhvern mat, tek einn bjór úr ísskápnum og hvíli mig svo. Á vissan hátt lifum við fótboltamenn eins og við séum inni á einhverri stofnun. Við þurfum að búa á bakvið luktar dyr. Ég held að það sé mikilvægt að vera maður sjálfur og sem betur fer uppgötvaði ég það snemma. Hvort sem maður starfar í alvarlegu umhverfi eða ekki þá verður maður að vera maður sjálfur,“ sagði Hradecky. Leikur Finnlands og Rússlands hefst kl. 13 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Þremur tímum síðar, eða kl. 16, mætast Tyrkland og Wales, og kl. 19 er leikur Ítalíu og Sviss. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Finnland Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn