Ökumaðurinn sem ekur Tesla bifreiðinni á myndbandinu er Randy Pobst. Hann mun fara með bílinn til Pikes Peak 27. júní til að aka honum þar. Það er eiginlega ógnvekjandi hversu mikil hröðunin er. Hér má sjá myndband frá Unplugged Performance.
Þegar Pobst nálgast beina kaflann á Laguna Seca brautinni þá gefur hann allt í botn og fer fram úr 414 hestafla Porsche bifreiðinni eins og henni sé lagt í brautarkantinum.
Model S Plaid bíllinn sem notaður er er enginn venjulegur Model S Plaid, hann er með stóran afturvæng og á léttum felgum og slikkum. Hann hefur þar að auki verið strípaður niður og allt óþarfa innvols fjarlægt.