Jón Viðar hraunar yfir Kötlu: Ein og hálf stjarna Snorri Másson skrifar 18. júní 2021 23:10 Jón Viðar fer ófögrum orðum um Kötlu: „Nú virðist Balti telja sig vera orðinn sálfræðileikstjóri, svona eins og Ingmar Bergman (kannski Bergman afturgenginn úr jökulsprungu?! - þetta síðasta á að vera djók en það skilst ekki nema þið hafið haft ykkur í gegnum þessa steypu) því að steypa er það.“ Vísir/RÚV Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi heldur hvergi aftur af sér frekar en fyrri daginn í dómi sínum um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars Kormáks Samper. Jón Viðar segir þáttinn „mesta fyrirgang sem sést hafi í íslensku sjónvarpi“ - Katla fær einkunnina 2 á skalanum 1 til 10 hjá gagnrýnandum þrautreynda. Af fimm stjörnum fengi hún eina og hálfa, skrifar hann á Facebook. Allir átta þættir fyrstu seríunnar birtust á Netflix á þjóðhátíðardaginn og hafa almennt vakið jákvæð viðbrögð áhorfenda. Á IMDB eru stjörnurnar 7,7 af 10. Jón Viðar tekur síst undir þann dóm almennings, og gengur svo langt að segjast sjá á eftir þjóðhátíðarkvöldinu sem fór í að horfa á þáttinn. Hann talar um ærandi hávaða, yfirþyrmandi tónlist og læti. „Leikmynd og myndataka auðvitað smart eins og við er að búast - en til hvers er að vera smart ef hið mannlega drama nær ekki máli - og því fer víðs fjarri að það geri það hér.“ Sagan er að sögn Jóns Viðars þunglamaleg og dugar ekki í sjónvarpsseríu. „Síðasti þátturinn, þegar höfundurinn hnýtir loks saman þræðina sem hafa verið að þvælast hver um annan í fyrri þáttum, er svo stórkostlegt melódrama að leitun er á öðru eins, jafnvel í hinni fábrotnu og á margan hátt ófrumlegu kvikmyndamenningu okkar Íslendinga.“ Þótt hinn leikræni þáttur sé góður að mati Jóns Viðars er lokaeinkunn sú sem að ofan er getið. Framleiðslan er eins og gefur að skilja í Netflix-verkefni á nokkuð háu plani en Jón Viðar telur að farið hafi fé betra. „Það er sorglegt að sjá svona mikilli fagkunnáttu og svona miklum fjármunum sóað í svo lítilfjörlegt efni.“ Í grein á Vísi í dag var tekin saman gagnrýni úr ýmsum áttum. Þar lofuðu margir umhverfið, jökulinn og drungann, en að sama skapi var algengt að rætt væri um að efnið væri helst til seigfljótandi og krefðist nokkurrar þolinmæði af áhorfandanum. Katla er sálfræðilegur vísindaskáldskapur úr smiðju Baltasar Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar og eru allir þættirnir á íslensku. Það eru Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir sem leikstýra þáttunum. Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Menning Tengdar fréttir „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18. júní 2021 10:53 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jón Viðar segir þáttinn „mesta fyrirgang sem sést hafi í íslensku sjónvarpi“ - Katla fær einkunnina 2 á skalanum 1 til 10 hjá gagnrýnandum þrautreynda. Af fimm stjörnum fengi hún eina og hálfa, skrifar hann á Facebook. Allir átta þættir fyrstu seríunnar birtust á Netflix á þjóðhátíðardaginn og hafa almennt vakið jákvæð viðbrögð áhorfenda. Á IMDB eru stjörnurnar 7,7 af 10. Jón Viðar tekur síst undir þann dóm almennings, og gengur svo langt að segjast sjá á eftir þjóðhátíðarkvöldinu sem fór í að horfa á þáttinn. Hann talar um ærandi hávaða, yfirþyrmandi tónlist og læti. „Leikmynd og myndataka auðvitað smart eins og við er að búast - en til hvers er að vera smart ef hið mannlega drama nær ekki máli - og því fer víðs fjarri að það geri það hér.“ Sagan er að sögn Jóns Viðars þunglamaleg og dugar ekki í sjónvarpsseríu. „Síðasti þátturinn, þegar höfundurinn hnýtir loks saman þræðina sem hafa verið að þvælast hver um annan í fyrri þáttum, er svo stórkostlegt melódrama að leitun er á öðru eins, jafnvel í hinni fábrotnu og á margan hátt ófrumlegu kvikmyndamenningu okkar Íslendinga.“ Þótt hinn leikræni þáttur sé góður að mati Jóns Viðars er lokaeinkunn sú sem að ofan er getið. Framleiðslan er eins og gefur að skilja í Netflix-verkefni á nokkuð háu plani en Jón Viðar telur að farið hafi fé betra. „Það er sorglegt að sjá svona mikilli fagkunnáttu og svona miklum fjármunum sóað í svo lítilfjörlegt efni.“ Í grein á Vísi í dag var tekin saman gagnrýni úr ýmsum áttum. Þar lofuðu margir umhverfið, jökulinn og drungann, en að sama skapi var algengt að rætt væri um að efnið væri helst til seigfljótandi og krefðist nokkurrar þolinmæði af áhorfandanum. Katla er sálfræðilegur vísindaskáldskapur úr smiðju Baltasar Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar og eru allir þættirnir á íslensku. Það eru Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir sem leikstýra þáttunum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Menning Tengdar fréttir „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18. júní 2021 10:53 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32
Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18. júní 2021 10:53