Þeim gamla fataðist flugið en McIlroy fór mikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 10:01 McIlroy var bestur á vellinum í gær. Nær hann að fylgja því eftir í dag? Getty Images/Harry How Þrír kylfingar deila forystunni á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, fyrir lokahringinn sem leikinn verður á Torrey Pines-vellinum í San Diego í Kaliforníu í dag. Staðan er gríðarjöfn á toppnum. Kylfingarnir þrír sem leiða eiga misjafnan feril að baki, en allir eru þeir á fimm höggum undir pari vallar. Þrítugi Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes er þar á meðal, en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn í hin þrjú skiptin sem hann hefur tekið þátt á mótinu. Hann setti niður langt pútt á 13. braut fyrir erni í gær og lék alls á 68 höggum, þremur undir pari. Russell Henley, sem leiddi mótið eftir bæði fyrsta og annan hring, viðheldur því. Hann fór hring gærdagsins á pari og er því sem fyrr á fimm undir parinu. Hinn 48 ára gamli Richard Bland, sem leiddi ásamt Henley eftir annan hringinn, náði ekki að fylgja því eftir í gær þar sem hann fór hringinn á 77 höggum, sex yfir pari vallar, og hrundi niður í 21.-28. sæti mótsins. It's a Torrey Pines tradition!@Louis57TM eagles the last to tie for the lead at the #USOpen pic.twitter.com/KTS7bVhjEL— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2021 Þá er Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen einnig í forystu, en sá virðist ítrekað vera í kringum toppinn á risamótum. Hann hefur endað annar á öllum fjórum risamótunum; á Opna bandaríska 2015, Masters-mótinu 2012, Opna breska 2015 og á PGA-meistaramótinu bæði 2017 og í ár. Oosthuizen fékk örn á lokaholunni í gær og fór hringinn þannig á einu undir pari. Ekki er langt niður í fleiri öfluga menn sem geta vel boðið efstu mönnum birginn á lokahringnum. Rory McIlroy og Bryson DeChambeau eru á þremur undir pari og Scottie Scheffler, Jon Rahm og Matthew Wolff koma svo næstir á tveimur undir parinu. .@McIlroyRory is prepared and ready to fight for the #USOpen at @GolfTorrey tomorrow and we're ready to watch! #FromManyOne pic.twitter.com/Q4FDrC5eQJ— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 McIlroy átti frábæran hring og fékk lægsta skor sem fengist hefur á þriðja hring í sögu US Open. Sá norður-írski fór hringinn á 67 höggum, fjórum höggum undir pari vallar, sem skilaði honum hátt upp töfluna. Lokahringur US Open hefst klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna bandaríska Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Kylfingarnir þrír sem leiða eiga misjafnan feril að baki, en allir eru þeir á fimm höggum undir pari vallar. Þrítugi Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes er þar á meðal, en hann hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn í hin þrjú skiptin sem hann hefur tekið þátt á mótinu. Hann setti niður langt pútt á 13. braut fyrir erni í gær og lék alls á 68 höggum, þremur undir pari. Russell Henley, sem leiddi mótið eftir bæði fyrsta og annan hring, viðheldur því. Hann fór hring gærdagsins á pari og er því sem fyrr á fimm undir parinu. Hinn 48 ára gamli Richard Bland, sem leiddi ásamt Henley eftir annan hringinn, náði ekki að fylgja því eftir í gær þar sem hann fór hringinn á 77 höggum, sex yfir pari vallar, og hrundi niður í 21.-28. sæti mótsins. It's a Torrey Pines tradition!@Louis57TM eagles the last to tie for the lead at the #USOpen pic.twitter.com/KTS7bVhjEL— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2021 Þá er Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen einnig í forystu, en sá virðist ítrekað vera í kringum toppinn á risamótum. Hann hefur endað annar á öllum fjórum risamótunum; á Opna bandaríska 2015, Masters-mótinu 2012, Opna breska 2015 og á PGA-meistaramótinu bæði 2017 og í ár. Oosthuizen fékk örn á lokaholunni í gær og fór hringinn þannig á einu undir pari. Ekki er langt niður í fleiri öfluga menn sem geta vel boðið efstu mönnum birginn á lokahringnum. Rory McIlroy og Bryson DeChambeau eru á þremur undir pari og Scottie Scheffler, Jon Rahm og Matthew Wolff koma svo næstir á tveimur undir parinu. .@McIlroyRory is prepared and ready to fight for the #USOpen at @GolfTorrey tomorrow and we're ready to watch! #FromManyOne pic.twitter.com/Q4FDrC5eQJ— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 19, 2021 McIlroy átti frábæran hring og fékk lægsta skor sem fengist hefur á þriðja hring í sögu US Open. Sá norður-írski fór hringinn á 67 höggum, fjórum höggum undir pari vallar, sem skilaði honum hátt upp töfluna. Lokahringur US Open hefst klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna bandaríska Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira