„Barnalegt og í rauninni skelfilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 10:31 Freyr Alexandersson segir Ungverja hafa gert sig seka um slæm mistök. Vísir/Stöð 2 Sport Ungverjaland og Frakkland gerðu 1-1 jafntefli á Evrópumótinu í fótbolta í Búdapest í gær. Eftir frábæra frammistöðu gerðu Ungverjar sig seka um ein slæm mistök sem kostuðu þá þrjú stig úr leiknum. Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira