Leikmaður Skota hrósaði Grealish fyrir að vera myndarlegur og sagðist elska kálfana hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 12:00 Jack Grealish og Stephen O'Donnell í baráttunni í leik Englendinga og Skota á föstudaginn. O'Donnell var duglegur að hrósa útliti Grealishs eftir að hann kom inn á. getty/Craig Williamson Stephen O'Donnell, leikmaður skoska landsliðsins, beitti sérstakri aðferð til að verjast Jack Grealish í leiknum gegn Englandi á EM á föstudaginn. O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34