Bað tyrknesku þjóðina afsökunar eftir afhroðið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 13:01 Merih Demiral og félagar í tyrkneska landsliðinu fóru heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum á EM. getty/Ali Balikci Margir spáðu því að Tyrkir yrðu það lið sem myndi koma mest á óvart á EM 2020. Hið þveröfuga gerðist og sennilega hefur ekkert lið valdið meiri vonbrigðum á mótinu. Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31
Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn