Mat á viðbrögðum alþjóðasamstarfsins við COVID-19 Heimsljós 21. júní 2021 10:03 UNICEF/ Wilander Ísland er virkur þátttakandi í alþjóðabandalagi um úttektir á COVID - 19. Ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið höndum saman um að meta viðbrögð við COVID-19 og sameiginlegar úttektir hafa verið gerðar nú þegar rúmt ár er liðið frá upphafi heimsfaraldursins. Ísland er virkur þátttakandi í alþjóðabandalagi um úttektir á COVID-19, sem hefur birt fyrstu niðurstöður úttekta á alþjóðavísu. Stuðningur alþjóðasamfélagsins við þróunarsamvinnu náði sögulegu hámarki á síðasta ári og mikil vinna hefur farið í að samræma aðgerðir og viðbrögð við faraldrinum og afleiðingum hans. Þróunarríkin hafa engu að síður orðið hart úti. Niðurstöður benda til þess að hraði fyrstu viðbragða hafi verið til fyrirmyndar. Þetta á bæði við um sértækar aðgerðir vegna COVID-19, og aðlögun innviða að breyttum aðstæðum og þörfum viðtökulanda. Mikið reyndi á þolmörk innviða en úttektir sýndu fram á að þeir stóðust þolraunina. Vel gekk að nýta þær samhæfingarleiðir sem til staðar voru og byggja á traustu samstarfi. Jafnframt reyndist vel að innleiða nýsköpun og ganga ótroðnar brautir í áður óþekktum aðstæðum. Að sama skapi komu í ljós ýmsir þættir sem hægt að læra af. Þegar á reyndi, komu ýmsar áskoranir fram hvað varðar árangursrík samskipti. Skortur var á samfelldri vöktun, gagnaöflun og eftirliti. Jafnframt varð ljóst að ýmsar stofnanir áttu í erfiðleikum með rekstur og framkvæmd sem olli því að þær gátu ekki beitt sér að fullu. Einnig er ljóst að starfsfólk stofnana var undir of miklu, langvarandi álagi. Einnig náðist ekki að styrkja inniviði til lengri tíma auk þess sem stofnanir voru seinar að bregðast við nýjum upplýsingum og uppfæra áætlanir sínar og aðgerðir. Þriðja bylgjan í Afríku Lok faraldursins virðist nú vera í sjónmáli hér á Íslandi og nágrannalöndum okkar. Það er þó ekki raunin fyrir mörg þróunarríki. Þriðja bylgja COVID-19 gengur nú yfir Afríku. Smitum hefur fjölgað um 44% síðastliðna viku í álfunni og dauðsföllum af völdum veirunnar fjölgað um 20%. Á sama tíma eru Afríkuríki þau ríki sem hafa minnstan aðgang að bóluefni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent
Ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið höndum saman um að meta viðbrögð við COVID-19 og sameiginlegar úttektir hafa verið gerðar nú þegar rúmt ár er liðið frá upphafi heimsfaraldursins. Ísland er virkur þátttakandi í alþjóðabandalagi um úttektir á COVID-19, sem hefur birt fyrstu niðurstöður úttekta á alþjóðavísu. Stuðningur alþjóðasamfélagsins við þróunarsamvinnu náði sögulegu hámarki á síðasta ári og mikil vinna hefur farið í að samræma aðgerðir og viðbrögð við faraldrinum og afleiðingum hans. Þróunarríkin hafa engu að síður orðið hart úti. Niðurstöður benda til þess að hraði fyrstu viðbragða hafi verið til fyrirmyndar. Þetta á bæði við um sértækar aðgerðir vegna COVID-19, og aðlögun innviða að breyttum aðstæðum og þörfum viðtökulanda. Mikið reyndi á þolmörk innviða en úttektir sýndu fram á að þeir stóðust þolraunina. Vel gekk að nýta þær samhæfingarleiðir sem til staðar voru og byggja á traustu samstarfi. Jafnframt reyndist vel að innleiða nýsköpun og ganga ótroðnar brautir í áður óþekktum aðstæðum. Að sama skapi komu í ljós ýmsir þættir sem hægt að læra af. Þegar á reyndi, komu ýmsar áskoranir fram hvað varðar árangursrík samskipti. Skortur var á samfelldri vöktun, gagnaöflun og eftirliti. Jafnframt varð ljóst að ýmsar stofnanir áttu í erfiðleikum með rekstur og framkvæmd sem olli því að þær gátu ekki beitt sér að fullu. Einnig er ljóst að starfsfólk stofnana var undir of miklu, langvarandi álagi. Einnig náðist ekki að styrkja inniviði til lengri tíma auk þess sem stofnanir voru seinar að bregðast við nýjum upplýsingum og uppfæra áætlanir sínar og aðgerðir. Þriðja bylgjan í Afríku Lok faraldursins virðist nú vera í sjónmáli hér á Íslandi og nágrannalöndum okkar. Það er þó ekki raunin fyrir mörg þróunarríki. Þriðja bylgja COVID-19 gengur nú yfir Afríku. Smitum hefur fjölgað um 44% síðastliðna viku í álfunni og dauðsföllum af völdum veirunnar fjölgað um 20%. Á sama tíma eru Afríkuríki þau ríki sem hafa minnstan aðgang að bóluefni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent