Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 11:46 David Alaba og félagar í austurríska landsliðinu þurfa sigur í dag til að gulltryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit en jafntefli myndi þó líklega duga þeim. Getty/Alex Gottschalk Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð