Glærir ruslapokar í Sorpu ódýrari fyrir samfélagið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 14:31 Glærir pokar eru framtíðin hjá Sorpu. Sorpa Frá og með 1. júlí næstkomandi munu endurvinnslustöðvar Sorpu hætta að taka við svörtum ruslapokum. Það er gert til að stuðla að aukinni endurvinnslu, endurnotum og til að styðja enn frekar við hringrásarhagkerfið. Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar. Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar.
Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17