Síðasti séns Modric á móti Spánverjum sem hrukku í gang en Shaqiri þarf að fella heimsmeistarana Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 11:00 Paul Pogba hefur átt gott Evrópumót til þessa. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Það er löngu sannað að lið sem vinna stórmót í fótbolta fara ekki endilega af stað með látum á mótinu. Króatía og Spánn fóru rólega af stað á EM en komu sér svo af öryggi í úrslitakeppnina þegar allt var undir. Króatía, silfurlið síðasta HM, og þrefaldir Evrópumeistarar Spánar mætast kl. 16 í dag á Parken. Í kvöld kemur svo í ljós hvernig heimsmeisturum Frakka gengur að komast yfir fyrstu hindrun í úrslitakeppninni þegar þeir mæta Svisslendingum. Bein útsending frá leik Króatíu og Spánar hefst kl. 16 á Stöð 2 EM. Þar hefst svo bein útsending frá leik Frakklands og Sviss kl. 19. Luka Modric tók stjórnina þegar Króatar þurftu á því að halda og skoraði glæsilegt mark í 3-1 sigrinum gegn Skotum sem kom Króatíu í 16-liða úrslitin. Ivan Perisic skoraði sitt annað mark í mótinu og nýtti höfuðið einnig til að leggja upp fyrsta mark leiksins. Það var því ekkert minna en áfall fyrir Króata að Perisic skyldi svo greinast með kórónuveirusmit en hann verður því ekki með gegn Spáni í dag. Án hans er ekki víst að spænska vörnin, sem haft hefur það býsna náðugt, fái sitt stærsta próf til þessa. Þá er miðvörðurinn Dejan Lovren í leikbanni. Modric var að gera nýjan samning við Real Madrid en er orðinn 35 ára og fær kannski ekki annan séns á að leiða sína fjögurra milljóna íþróttaþjóð til titils. Hann hefur alla vega spilað eins og hver landsleikur gæti verið hans síðasti. Sergio Busquets er orðinn klár í slaginn eftir kórónuveirusmit.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Króatar munu eflaust leggja höfuðáherslu á þéttan varnarleik, og að valda þannig Spánverjum sama hugarangri og Svíar og Pólverjar gerðu. Spánverjar náðu loks að brjóta markastífluna almennilega í 5-0 sigrinum gegn Slóvakíu, sem þeir urðu að vinna til að vera öruggir um að komast áfram, og það er spurning hvort PSG-leikmaðurinn Pablo Sarabia hafi gert nóg til að halda sæti sínu í byrjunarliðinu með frábærum leik. Eftir að hafa unnið gullverðlaun á þremur stórmótum í röð frá 2008-2012 hafa Spánverjar ekki komist lengra en í 16-liða úrslit á EM og HM síðan þá. Þeir töpuðu fyrir Króatíu í riðlakeppninni á síðasta EM, þar sem Króatar duttu út með grátlegum hætti gegn verðandi meisturum Portúgals, og Króatar komust alla leið í úrslitaleikinn á HM 2018 og vita því hvað til þarf. Kylian Mbappé ætlar sér í 8-liða úrslitin í kvöld.EPA-EFE/Franck Fife Heimsmeistarar Frakka eru svo sannarlega sigurstranglegir gegn Sviss og þykja af mörgum enn líklegastir til að landa Evrópumeistaratitlinum, þó þeir hafi ekki átt neitt fullkomna riðlakeppni. Þeir hafa auk þess verið að glíma við meiðsli og misst út Ousmane Dembélé auk þess sem bakverðirnir Lucas Digne og Lucas Hernandez hafa glímt við meiðsli, sem og fleiri. Leo Dubois, bakvörður Lyon, gæti því spilað sinn fyrsta leik á stórmóti í dag. Helstu stjörnur Frakka eru hins vegar allar til staðar. Þeir fóru langt með að koma sér í úrslitakeppnina með því að vinna Þjóðverja í fyrsta leik en gerðu svo jafntefli við Ungverjaland og Portúgal. Sviss fékk vænan 3-0 skell gegn Ítalíu en Xherdan Shaqiri og Steven Zuber voru með allt á hreinu í 3-1 sigrinum gegn Tyrklandi sem skilaði Sviss áfram sem einu af bestu liðunum sem enduðu í 3. sæti síns riðils. Þeir þurfa að eiga stórleik í kvöld. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Króatía, silfurlið síðasta HM, og þrefaldir Evrópumeistarar Spánar mætast kl. 16 í dag á Parken. Í kvöld kemur svo í ljós hvernig heimsmeisturum Frakka gengur að komast yfir fyrstu hindrun í úrslitakeppninni þegar þeir mæta Svisslendingum. Bein útsending frá leik Króatíu og Spánar hefst kl. 16 á Stöð 2 EM. Þar hefst svo bein útsending frá leik Frakklands og Sviss kl. 19. Luka Modric tók stjórnina þegar Króatar þurftu á því að halda og skoraði glæsilegt mark í 3-1 sigrinum gegn Skotum sem kom Króatíu í 16-liða úrslitin. Ivan Perisic skoraði sitt annað mark í mótinu og nýtti höfuðið einnig til að leggja upp fyrsta mark leiksins. Það var því ekkert minna en áfall fyrir Króata að Perisic skyldi svo greinast með kórónuveirusmit en hann verður því ekki með gegn Spáni í dag. Án hans er ekki víst að spænska vörnin, sem haft hefur það býsna náðugt, fái sitt stærsta próf til þessa. Þá er miðvörðurinn Dejan Lovren í leikbanni. Modric var að gera nýjan samning við Real Madrid en er orðinn 35 ára og fær kannski ekki annan séns á að leiða sína fjögurra milljóna íþróttaþjóð til titils. Hann hefur alla vega spilað eins og hver landsleikur gæti verið hans síðasti. Sergio Busquets er orðinn klár í slaginn eftir kórónuveirusmit.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Króatar munu eflaust leggja höfuðáherslu á þéttan varnarleik, og að valda þannig Spánverjum sama hugarangri og Svíar og Pólverjar gerðu. Spánverjar náðu loks að brjóta markastífluna almennilega í 5-0 sigrinum gegn Slóvakíu, sem þeir urðu að vinna til að vera öruggir um að komast áfram, og það er spurning hvort PSG-leikmaðurinn Pablo Sarabia hafi gert nóg til að halda sæti sínu í byrjunarliðinu með frábærum leik. Eftir að hafa unnið gullverðlaun á þremur stórmótum í röð frá 2008-2012 hafa Spánverjar ekki komist lengra en í 16-liða úrslit á EM og HM síðan þá. Þeir töpuðu fyrir Króatíu í riðlakeppninni á síðasta EM, þar sem Króatar duttu út með grátlegum hætti gegn verðandi meisturum Portúgals, og Króatar komust alla leið í úrslitaleikinn á HM 2018 og vita því hvað til þarf. Kylian Mbappé ætlar sér í 8-liða úrslitin í kvöld.EPA-EFE/Franck Fife Heimsmeistarar Frakka eru svo sannarlega sigurstranglegir gegn Sviss og þykja af mörgum enn líklegastir til að landa Evrópumeistaratitlinum, þó þeir hafi ekki átt neitt fullkomna riðlakeppni. Þeir hafa auk þess verið að glíma við meiðsli og misst út Ousmane Dembélé auk þess sem bakverðirnir Lucas Digne og Lucas Hernandez hafa glímt við meiðsli, sem og fleiri. Leo Dubois, bakvörður Lyon, gæti því spilað sinn fyrsta leik á stórmóti í dag. Helstu stjörnur Frakka eru hins vegar allar til staðar. Þeir fóru langt með að koma sér í úrslitakeppnina með því að vinna Þjóðverja í fyrsta leik en gerðu svo jafntefli við Ungverjaland og Portúgal. Sviss fékk vænan 3-0 skell gegn Ítalíu en Xherdan Shaqiri og Steven Zuber voru með allt á hreinu í 3-1 sigrinum gegn Tyrklandi sem skilaði Sviss áfram sem einu af bestu liðunum sem enduðu í 3. sæti síns riðils. Þeir þurfa að eiga stórleik í kvöld. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira