Ítalir höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu fyrir leikinn í kvöld, en þrátt fyrir það bjóst Mancini ekki við auðveldum leik.
„Við vissum að við myndum þurfa að þjást í kvöld því aðð Austurríki er með svona týpískt lið sem leyfir þér ekki að spila vel,“ sagði Mancini í leikslok.
Eins og áður segir voru öll mörk leiksisn skoruð af leikmönnum sem komu inn af varamannabekkjum liðanna. Mancini segir að þó að þeir hafi gert gæfumuninn í kvöld sé hann stoltur af öllu liðinu.
„Varamennirnir gerðu gæfumuninn í dag, en það gerðu allir sitt besta í kvöld. Ég er virkilega ánægður því að strákarnir gáfu allt til að vinna. Líka þó að þeir væru orðnir þreyttir.“
Ítalir mæta annað hvort Belgum eða Portúgölum í átta liða úrslitum, en viðureign þeirra fer fram á morgun klukkan 19:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.