Rifjar upp leikinn í Nice: Lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2021 07:01 Aron Einar Gunnarsson í baráttunni við Jack Wilshere, við hvern Tómas Þór stendur í þakkarskuld, á EM 2016. Getty Images/Dan Mullan Tómas Þór Þórðarson var gestur EM í dag í gærkvöld þar sem hann rifjaði upp sína helstu EM-minningu líkt og hefð er fyrir. Hugur hans leitaði til leiks Íslands og Englands á EM 2016. Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira