Van Gaal gerði lítið úr hollenska karlalandsliðinu fyrir framan kvennaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 10:01 Louis van Gaal verður væntanlega næsti landsliðsþjálfari Hollendinga og hann er byrjaður að reyna að koma stjörnum landsliðsins niður á jörðina. EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Einn frægasti knattspyrnuþjálfari Hollendinga skaut á fótboltalandslið þjóðarinnar eftir frammistöðu liðsins á EM alls staðar í sumar. Karlalandslið Hollendinga í knattspyrnu datt út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar eftir tap á móti Tékkum. Kvennalandslið þjóðarinnar er aftur á móti á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, Barcelona og Bayern München, var fenginn til að tala við leikmenn kvennalandsliðsins og hann notaði karlaliðið sem dæmisögu um hvernig þær ættu ekki að gera hlutina á leikunum. "If you look at them, you see that a glorified bunch of stars can't win a tournament if they aren't a team."-Louis van Gaal on the Dutch national team pic.twitter.com/ajTHAzpiO7— Football Talk (@Football_TaIk) July 3, 2021 „Sjáið bara karlaliðið okkar á EM. Þar sjáum við fullt af stjörnuleikmönnum sem geta ekki unnið saman sem lið. Það er búið að láta mikið með þá en þeir geta ekki unnið ef þeir vinna ekki saman,“ sagði Louis van Gaal. „Ég hef alltaf séð að ykkar lið, undir stjórn Sarinu [Wiegman] er lið sem fer í gegnum eld og brennistein saman. Passið bara upp á það að fara saman sem eitt lið á Ólympíuleikana og vinnið gullið,“ sagði Van Gaal. Louis van Gaal hefur í tvígang þjálfað hollenska landsliðið, fyrst frá 2000 til 2002 og svo aftur frá 2012 til 2014. Hann hefur nú verið orðaður við liðið á ný eftir að Frank De Boer hætti með landsliðið eftir EM. Louis van Gaal ready to step out of retirement and take charge of Holland for third time after Frank de Boer quit https://t.co/2claUrCAtG— MailOnline Sport (@MailSport) June 30, 2021 Van Gaal var hættur en virðist nú vera tilbúinn að snúa aftur til að koma hollenska landsliðinu aftur í hóp bestu landsliða Evrópu og heimsins alls. Hollenska kvennalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og vann að auki silfur á síðasta heimsmeistaramóti eftir tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik. Það eru því miklar væntingar bornar til liðsins alveg eins og karlaliðsins. Hollensku stelpurnar eru með á Ólympíuleikunum í fyrsta skiptið í sögunni en þær eru í riðli með Kína, Brasilíu og Sambíu. EM 2020 í fótbolta Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Karlalandslið Hollendinga í knattspyrnu datt út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar eftir tap á móti Tékkum. Kvennalandslið þjóðarinnar er aftur á móti á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, Barcelona og Bayern München, var fenginn til að tala við leikmenn kvennalandsliðsins og hann notaði karlaliðið sem dæmisögu um hvernig þær ættu ekki að gera hlutina á leikunum. "If you look at them, you see that a glorified bunch of stars can't win a tournament if they aren't a team."-Louis van Gaal on the Dutch national team pic.twitter.com/ajTHAzpiO7— Football Talk (@Football_TaIk) July 3, 2021 „Sjáið bara karlaliðið okkar á EM. Þar sjáum við fullt af stjörnuleikmönnum sem geta ekki unnið saman sem lið. Það er búið að láta mikið með þá en þeir geta ekki unnið ef þeir vinna ekki saman,“ sagði Louis van Gaal. „Ég hef alltaf séð að ykkar lið, undir stjórn Sarinu [Wiegman] er lið sem fer í gegnum eld og brennistein saman. Passið bara upp á það að fara saman sem eitt lið á Ólympíuleikana og vinnið gullið,“ sagði Van Gaal. Louis van Gaal hefur í tvígang þjálfað hollenska landsliðið, fyrst frá 2000 til 2002 og svo aftur frá 2012 til 2014. Hann hefur nú verið orðaður við liðið á ný eftir að Frank De Boer hætti með landsliðið eftir EM. Louis van Gaal ready to step out of retirement and take charge of Holland for third time after Frank de Boer quit https://t.co/2claUrCAtG— MailOnline Sport (@MailSport) June 30, 2021 Van Gaal var hættur en virðist nú vera tilbúinn að snúa aftur til að koma hollenska landsliðinu aftur í hóp bestu landsliða Evrópu og heimsins alls. Hollenska kvennalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og vann að auki silfur á síðasta heimsmeistaramóti eftir tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik. Það eru því miklar væntingar bornar til liðsins alveg eins og karlaliðsins. Hollensku stelpurnar eru með á Ólympíuleikunum í fyrsta skiptið í sögunni en þær eru í riðli með Kína, Brasilíu og Sambíu.
EM 2020 í fótbolta Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira