Fjörutíu af heitustu stuðningsmönnum Dana fá að fljúga til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 16:16 Danir fengu stuðning úr stúkunni í Bakú þegar þeir unnu Tékka í átta liða úrslitum. Getty/Tom Dulat Danska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að 40 af dyggustu stuðningsmönnum danska landsliðsins fengju að ferðast frá Danmörku til Englands á undanúrslitaleik liðanna á EM. Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Krafa er um fimm daga sóttkví fyrir fólk sem ferðast frá Danmörku til Englands. Því hafði hinn almenni, danski stuðningsmaður ekki tíma til að ferðast frá Danmörku til Englands í tæka tíð fyrir undanúrslitaleikinn á morgun, eftir að Danmörk vann Tékkland á laugardaginn. Nú hefur danska knattspyrnusambandið hins vegar staðfest að 40 stuðningsmenn fái að fara með einkaflugi til Lundúna, til að sjá leikinn á Wembley, gegn því að þeir haldi sig í eins konar sóttvarnakúlu í ferðinni. Auk stuðningsmannanna verða í fluginu eiginkonur og kærustur leikmanna, fulltrúar danska sambandsins og fáeinir, útvaldir hollvinir sambandsins til viðbótar. Danska sambandið valdi stuðningsmennina 40 út frá því hve duglegt fólk hefur verið að mæta og styðja við landsliðið sitt. Þeir tíu sem safnað hafa flestum „hollustustigum“ fara á undanúrslitaleikinn, sem og þeir 30 með flest stig af þeim sem ekki var boðið í ferð á leikinn við Tékkland í Bakú. Danskir stuðningsmenn hafa lagt sitt að mörkum í EM-ævintýri liðsins sem lék alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á Parken heima í Kaupmannahöfn. Einn þyrstur stuðningsmaður vakti sérstaka athygli: Forget Ronaldo This is the performance of #EURO2020 pic.twitter.com/ZcySOc4LuZ— Samantha Quek (@SamanthaQuek) June 23, 2021 Bresk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir því að um 60.000 áhorfendur verði á Wembley annað kvöld. Danska sambandið fær 7.900 miða og samkvæmt Ekstrabladet fara þeir miðar til Dana sem búsettir eru í Englandi og Skotlandi. Komist Danmörk í úrslitaleikinn, sem fram fer á sunnudaginn, hefur samkomulag náðst um að 1.000 Danir fái að fljúga til Englands til að sjá leikinn og styðja sína menn. Bresk stjórnvöld gáfu ekki leyfi fyrir slíkri undanþágu vegna undanúrslitaleiksins.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira