Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2021 09:01 Danskir stuðningsmenn með kærleikskveðju til Christians Eriksen. Getty/Jonathan Nackstrand Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. Mögulegt er að Eriksen og sjúkraliðarnir fái að sjá landa sína í danska landsliðinu spila úrslitaleikinn en það skýrist í kvöld hvort að Danmörk eða England kemst þangað. Kærustu Eriksens var einnig boðið á úrslitaleikinn en ekki liggur fyrir hvort að þau muni þekkjast boðið. Sex manns sem komu að því að bjarga lífi Eriksen, eftir að hann hneig niður og fór í hjartastopp í leik Danmerkur gegn Finnlandi í upphafi Evrópumótsins, fengu einnig boð á úrslitaleikinn. Þar á meðal er Peder Ersgaard sem var einn þeirra fyrstu sem komu að Eriksen. „Ég er rosalega stoltur af minni frammistöðu en líka af öllum hópnum í heild. Þetta var ekki eins manns verk,“ sagði Ersgaard við Fagbladet FOA. Hann var að vonum hæstánægður þegar hann opnaði tölvupóstinn frá UEFA: „Þarna stóð að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vildi bjóða mér að koma sem VIP gestur á úrslitaleik EM í London 11. júlí. Ég var alveg í losti,“ sagði Ersgaard. Eriksen var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir að Ersgaard og félögum hafði tekist að bjarga lífi hans, fyrir tæpum mánuði síðan. Þar gekkst Eriksen undir rannsóknir og bjargráður var svo græddur í hann – tæki sem á að koma hjartanu í gang ef það stoppar aftur eins og í leiknum gegn Finnum. Enn er óljóst hvaða þýðingu þetta hefur varðandi knattspyrnuferil Eriksens en hann er í dag leikmaður Ítalíumeistara Inter. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira
Mögulegt er að Eriksen og sjúkraliðarnir fái að sjá landa sína í danska landsliðinu spila úrslitaleikinn en það skýrist í kvöld hvort að Danmörk eða England kemst þangað. Kærustu Eriksens var einnig boðið á úrslitaleikinn en ekki liggur fyrir hvort að þau muni þekkjast boðið. Sex manns sem komu að því að bjarga lífi Eriksen, eftir að hann hneig niður og fór í hjartastopp í leik Danmerkur gegn Finnlandi í upphafi Evrópumótsins, fengu einnig boð á úrslitaleikinn. Þar á meðal er Peder Ersgaard sem var einn þeirra fyrstu sem komu að Eriksen. „Ég er rosalega stoltur af minni frammistöðu en líka af öllum hópnum í heild. Þetta var ekki eins manns verk,“ sagði Ersgaard við Fagbladet FOA. Hann var að vonum hæstánægður þegar hann opnaði tölvupóstinn frá UEFA: „Þarna stóð að Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vildi bjóða mér að koma sem VIP gestur á úrslitaleik EM í London 11. júlí. Ég var alveg í losti,“ sagði Ersgaard. Eriksen var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn eftir að Ersgaard og félögum hafði tekist að bjarga lífi hans, fyrir tæpum mánuði síðan. Þar gekkst Eriksen undir rannsóknir og bjargráður var svo græddur í hann – tæki sem á að koma hjartanu í gang ef það stoppar aftur eins og í leiknum gegn Finnum. Enn er óljóst hvaða þýðingu þetta hefur varðandi knattspyrnuferil Eriksens en hann er í dag leikmaður Ítalíumeistara Inter.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Sjá meira