PSG greiðir 60 milljónir evra fyrir Hakimi sem á 36 landsleiki fyrir landslið Morokkó. PSG gæti þó að auki þurft að greiða allt að 11 milljónir evra í árangurstengdar tekjur.
Hakimi ólst upp í akademíu Real Madrid, og spilaði níu leiki fyrir félagið áður en hann fór á láni til Borussia Dortmund í tvö ár.
Hann gekk til liðs við Inter Milan á Ítalíu fyrir seinasta tímabil þar sem hann skoraði sjö mörk í 37 leikjum og hjálpaði liðinu að vinna ítölsku deildina í fyrsta skipti í 11 ár.
#WelcomeAchraf
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 6, 2021
The club is pleased to announce the arrival of @AchrafHakimi.
The 22-year-old Moroccan right-back, who also has Spanish nationality, has signed a five-year contract through June 30, 2026.
#WeAreParis https://t.co/Pml00Mga3A
Á nýliðnu tímabili mistókst PSG að landa franska titlinum í fyrsta skipti í fjögur ár og þeir ætla sér því að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil, en búist er við því að Sergio Ramos og Gianluigi Donnarumma gangi til félagsins á næstu dögum.