Rice varð nefnilega frændi á sama tíma og England var að vinna Danmörku í framlengingunni. Bróðir hans og kona hans eignuðust dóttur í gærkvöldi.
Leikmaður West Ham frétti af frænku sinni sem kom í heiminn á sama tíma og Harry Kane skoraði sigurmark enska landsliðsins í leiknum.
"He s crying his eyes out, he s had a little girl. It s a special night all round."
— Standard Sport (@standardsport) July 7, 2021
Rice: My brother had a baby as the second #ENG goal went in! https://t.co/M8xu6rFimn
„Bróðir minn eignast barn á sama tíma og við skoruðu seinna markið. Hann grætur af gleði eftir að eignast litla dóttur. Þetta kvöld er svo sannarlega sérstakt,“ sagði Declan Rice við breska ríkisútvarpið eftir leikinn.
„Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 1966. Ég vil svo mikið geta þetta fyrir fólkið heima. Ég er líka stuðningsmaður og ég vildi óska þess að ég væri að fagna með þeim. Við höfum samt ekki unnið neitt ennþá. Ítalir eru með frábært lið en við mætum tilbúnir,“ sagði Rice.
Declan Rice er leikmaður West Ham en margir spá að svo verði ekki mikið lengur. Hann hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við félagið og vitað er af áhuga stóru liðanna í Englandi.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.