„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2021 23:10 Roberto Mancini hefur gert frábæra hluti með ítalska landsliðið. Christian Charisius/picture alliance via Getty Images Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Ítalir lentu undir snemma leiks í kvöld eftir mark Luke Shaw eftir tæpar tvær mínútur en voru svo með tögl og hagldir lungan úr leiknum í kjölfarið. Leonardo Bonucci jafnaði um miðjan síðari hálfleik áður en Ítalirnir kláruðu leikinn í vítaspyrnukeppni. „Við vorum góðir, við fengum á okkur mark strax og áttum í vandræðum, en eftir það stýrðum við ferðinni. Leikmennirnir voru frábærir. Þetta er mikilvægur sigur fyrir allt fólkið og stuðningsmennina. Við erum ánægður, vonandi fagna þeir vel!“ sagði Mancini í viðtali eftir leik. Mancini tók við ítalska liðinu árið 2018 eftir að því hafði mistekist að komast á HM 2018 í Rússlandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, Mancini hefur aðeins tapað tveimur leikjum sem þjálfari liðsins, gefið miklum fjölda leikmanna sinn fyrsta landsleik og staðið að kynslóðaskiptum hjá liðinu. Eftir sigurinn á Wembley í kvöld hefur liðið ekki tapað í 34 leikjum í röð, en síðasta tapið kom fyrir tveimur árum síðan. Þá er kominn Evróputitill í þokkabót. „Það er ómögulegt að hugsa um, en ég er með hóp ótrúlegra leikmanna og ég hef engin orð yfir þennan frábæra hóp. Það var enginn leikur auðveldur á okkar leið, úrslitaleikurinn var mjög erfiður en svo stjórnuðum við honum. Síðan í vítaspyrnukeppni þarf maður heppni og ég finn til með Englendingunum,“ sagði Mancini. Ítalir urðu í kvöld Evrópumeistarar í annað sinn eftir fyrri titilinn árið 1968.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01 Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45
Reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn Allt að hundrað manns ruddu sér leið í gegnum vegatálma við Wembley-leikvanginum og reyndu að ryðja sér leið inn á leikvanginn sjálfan. Úrslitaleikur Evrópumótsins milli Englands og Ítalíu fer fram á vellinum í kvöld en fólkið mun hafa reynt að ryðja sér leið inn eftir klukkan fimm í dag. 11. júlí 2021 18:01
Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. 11. júlí 2021 22:30