Southgate tekur tapið á sig og segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttunum sjálfur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Gareth Southgate hughreystir Bukayo Saka eftir að hann klúðraði síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. getty/Laurence Griffiths Gareth Southgate tók tap Englands gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í gær á sig. Hann sagðist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englendinga sjálfur. Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka brást bogalistin í vítaspyrnukeppninni sem Ítalir unnu, 3-2. Rashford og Sancho voru settir inn á undir framlengingarinnar gagngert til að taka víti. Saka kom einnig inn á sem varamaður í leiknum. „Þetta er á mína ábyrgð,“ sagði Southgate eftir leikinn á Wembley í gær. „Ég valdi strákana sem áttu að taka vítin. Ég sagði þeim að enginn væri einn í þessari stöðu. Við vinnum og töpum saman sem lið. Við höfum verið samheldnir og það verður að vera þannig áfram.“ Southgate sagði að röðin á vítaskyttunum hefði verið ákveðin í aðdraganda úrslitaleiksins. „Það var mín ákvörðun að láta Saka taka þetta víti. Það er á mína ábyrgð, ekki hans, Sanchos eða Rashfords. Við unnum að þessu á æfingum og þetta var röðin sem var ákveðin. Við vissum að þetta væru bestu vítaskytturnar sem væru eftir á vellinum. Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir leikmennina en þetta er ekki þeim að kenna,“ sagði Southgate sem þekkir það á eigin skinni að klúðra víti á ögurstundu í vítakeppni í stórum leik á stórmóti. Hann klúðraði víti í vítakeppninni gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM 1996. Sem fyrr sagði setti Southgate Rashford og Sancho inn á þegar framlengingin var að klárast til að láta þá taka víti í vítakeppninni. „Þetta er alltaf áhætta en þeir voru bestir í aðdragandanum. Ef þú ætlar að koma öllum sóknarmönnunum inn á þarftu að gera það undir lokin. Þetta var áhætta en ef hún hefði verið tekin fyrr hefðum við kannski tapað í framlengingunni,“ sagði Southgate. Landsliðsþjálfarinn hrósaði enska liðinu fyrir frammistöðu þess á EM. „Þeir gáfu allt sem þeir áttu og eiga að bera höfuðið hátt. Það er erfitt að setja vonbrigðin að vera svona nálægt því að færa þjóðinni titilinn sem hún vildi í eitthvað samhengi en leikmennirnir gáfu allt í þetta og eiga að vera stoltir.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti