Super Mario leikur seldist á 186 milljónir króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 14:06 Leikurinn seldist á meira en 186 milljónir íslenskra króna. Heritage Auctions Óopnað eintak af tölvuleiknum Super Mario 64 seldist á uppboði í gær á rúma 1,5 milljón Bandaríkjadala, eða um 186 milljónir íslenskra króna. Aldrei hefur tölvuleikur selst á svo háu verði áður. Tölvuleikurinn var sá fyrsti sem framleiddur var fyrir Nintendo 64 tölvu árið 1996 og var einn fyrstu tölvuleikjanna til að vera í þrívídd. Að sögn uppboðshússins, sem fór með sölu leiksins, eru færri en fimm eintök eftir af leiknum í svona góðu ásigkomulagi. Með sölunni var sett heimsmet fyrir dýrasta tölvuleikinn sem seldur hefur verið en fyrra metið var aðeins tveggja daga gamalt. Upprunalegt eintak tölvuleiksins Legend of Zelda var selt á föstudag fyrir 870 þúsund dollara, eða um 108 milljónir íslenskra króna, og var í þessa tvo daga dýrasti tölvuleikurinn sem selst hefur. Hvorugur leikjanna er sérstakur hvað varðar leikinn sjálfan, en Nintendo hefur gefið þá báða út fyrir Nintendo Switch tölvuna. Sérkenni þeirra er heldur að þeir séu til í upprunalegri útgáfu og nær óskaddaðir og byggist sérstaða þeirra á því. Super Mario leikurinn fór í gæðamat hjá tölvuleikjasöfnunarfyrirtækinu Wata og var gefin einkunnin 9.8 A++, sem þýðir að leikurinn væri í nær fullkomnu ásigkomulagi og að hann sé óopnaður. Þessi háa einkunn tryggir ekki hátt söluvirði en getur þó hjálpað til. Annað eintak af Super Mario 64 leiknum seldist líka í gær, og var með einkunnina 9.6 A++ en seldist á aðeins 13.200 dali, eða 1,6 milljónir króna. Rafíþróttir Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira
Tölvuleikurinn var sá fyrsti sem framleiddur var fyrir Nintendo 64 tölvu árið 1996 og var einn fyrstu tölvuleikjanna til að vera í þrívídd. Að sögn uppboðshússins, sem fór með sölu leiksins, eru færri en fimm eintök eftir af leiknum í svona góðu ásigkomulagi. Með sölunni var sett heimsmet fyrir dýrasta tölvuleikinn sem seldur hefur verið en fyrra metið var aðeins tveggja daga gamalt. Upprunalegt eintak tölvuleiksins Legend of Zelda var selt á föstudag fyrir 870 þúsund dollara, eða um 108 milljónir íslenskra króna, og var í þessa tvo daga dýrasti tölvuleikurinn sem selst hefur. Hvorugur leikjanna er sérstakur hvað varðar leikinn sjálfan, en Nintendo hefur gefið þá báða út fyrir Nintendo Switch tölvuna. Sérkenni þeirra er heldur að þeir séu til í upprunalegri útgáfu og nær óskaddaðir og byggist sérstaða þeirra á því. Super Mario leikurinn fór í gæðamat hjá tölvuleikjasöfnunarfyrirtækinu Wata og var gefin einkunnin 9.8 A++, sem þýðir að leikurinn væri í nær fullkomnu ásigkomulagi og að hann sé óopnaður. Þessi háa einkunn tryggir ekki hátt söluvirði en getur þó hjálpað til. Annað eintak af Super Mario 64 leiknum seldist líka í gær, og var með einkunnina 9.6 A++ en seldist á aðeins 13.200 dali, eða 1,6 milljónir króna.
Rafíþróttir Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Sjá meira