Grealish gaf ungum stuðningsmanni skóna sína eftir úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 15:30 Skórnir sem Jack Grealish spilaði í úrslitaleik EM eru nú í eigu ungs stuðningsmanns enska landsliðsins. getty/Mike Egerton Þrátt fyrir að Jack Grealish vilji eflaust gleyma tapinu fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM sem fyrst gerði hann leikdaginn ógleymanlegan fyrir ungan stuðningsmann Englands. Grealish kom inn á sem varamaður í framlengingunni en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem ítalska liðið hafði betur, 3-2. Eftir leikinn fór Grealish upp í stúku á Wembley og lét ungan stuðningsmann Englands hafa skóna sína. Hann spjallaði einnig við strákinn og stillti sér upp á myndum með honum. Stuðningsmaðurinn ljómaði skiljanlega eins og sól í heiði þótt liðið hans hafi tapað úrslitaleiknum. Even after a heartbreaking loss, Grealish has still got time for his fans (via @super_ollyt) pic.twitter.com/rltLFAGDLy— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2021 Roy Keane gagnrýndi Grealish fyrir að taka ekki víti í vítakeppninni. Grealish svaraði fyrir sig á Twitter og sagðist hafa boðist til að fara á punktinn en hann hafi ekki verið valinn í verkið. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt „Stjórinn [Gareth Southgate] hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, kom við sögu í fimm af sjö leikjum Englands á EM og lagði upp tvö mörk. Hinn 25 ára Grealish hefur verið sterklega orðaður við Manchester City undanfarnar vikur en Englandsmeistararnir ku vera reiðubúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Grealish kom inn á sem varamaður í framlengingunni en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem ítalska liðið hafði betur, 3-2. Eftir leikinn fór Grealish upp í stúku á Wembley og lét ungan stuðningsmann Englands hafa skóna sína. Hann spjallaði einnig við strákinn og stillti sér upp á myndum með honum. Stuðningsmaðurinn ljómaði skiljanlega eins og sól í heiði þótt liðið hans hafi tapað úrslitaleiknum. Even after a heartbreaking loss, Grealish has still got time for his fans (via @super_ollyt) pic.twitter.com/rltLFAGDLy— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2021 Roy Keane gagnrýndi Grealish fyrir að taka ekki víti í vítakeppninni. Grealish svaraði fyrir sig á Twitter og sagðist hafa boðist til að fara á punktinn en hann hafi ekki verið valinn í verkið. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt „Stjórinn [Gareth Southgate] hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ Grealish, sem er fyrirliði Aston Villa, kom við sögu í fimm af sjö leikjum Englands á EM og lagði upp tvö mörk. Hinn 25 ára Grealish hefur verið sterklega orðaður við Manchester City undanfarnar vikur en Englandsmeistararnir ku vera reiðubúnir að borga metverð fyrir hann.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira