Hin brasilísk-íslenska Céu De Agosto hlaut viðurkenningu á Cannes Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 12:06 Leikstjóri myndarinnar Jasmin Tenucci ásamt Kára Úlfssyni framleiðanda á verðlaunathöfninni í gær. Aðdend/Kári Úlfsson Céu De Agosto, eða Ágústhiminn, stuttmynd brasilíska leikstjórans Jasmin Tenucci hlaut sérstaka viðurkenningu á verlaunaafhendingu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í gærkvöldi. Tveir Íslendingar komu að gerð myndarinnar. Kári Úlfsson framleiddi og Brúsi Ólason klippti. Kári Úlfsson segist hafa unnið svo náið með leikstjóranum í gegn um allt ferlið, frá sköpun og mótun handritsins, fjármögnunina, tökuferli og loks eftir framleiðslu að viðurkenningin sé honum jafndýrmæt og leikstjóranum. Myndin fékk frábærar viðtökur á hátíðinni, eftir frumsýningu fékk hún fagnaðarköll og dynjandi lófatak. Kári segist hafa haft góða tilfinningu fyrir verðlaunaafhendingunni þar sem hann var viss um að myndin væri meðal þeirra þriggja bestu. Hann segir þó að verðlaunin hafi komið aðstandendum myndarinnar í opna skjöldu þar sem háværir orðrómar voru í Cannes um að önnur mynd myndi fá viðurkenninguna. „Það er alveg yndisleg tilfinning að fá þessa viðurkenningu að við höfum verið aðeins hársbreidd frá Gullpálmanum sjálfum,“ segir Kári „Þetta er big deal!“ Kári minnir einnig á hversu magnað afrek það er að komast inn á aðalkeppni Cannes, burtséð frá viðurkenningunni. Í ár voru 3739 stuttmyndir sendar í keppnina og aðeins tíu komust að, þar af fékk ein hálf-íslensk mynd verðlaun. „Þetta er big deal!“ segir Kári. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Tengdar fréttir Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tveir Íslendingar komu að gerð myndarinnar. Kári Úlfsson framleiddi og Brúsi Ólason klippti. Kári Úlfsson segist hafa unnið svo náið með leikstjóranum í gegn um allt ferlið, frá sköpun og mótun handritsins, fjármögnunina, tökuferli og loks eftir framleiðslu að viðurkenningin sé honum jafndýrmæt og leikstjóranum. Myndin fékk frábærar viðtökur á hátíðinni, eftir frumsýningu fékk hún fagnaðarköll og dynjandi lófatak. Kári segist hafa haft góða tilfinningu fyrir verðlaunaafhendingunni þar sem hann var viss um að myndin væri meðal þeirra þriggja bestu. Hann segir þó að verðlaunin hafi komið aðstandendum myndarinnar í opna skjöldu þar sem háværir orðrómar voru í Cannes um að önnur mynd myndi fá viðurkenninguna. „Það er alveg yndisleg tilfinning að fá þessa viðurkenningu að við höfum verið aðeins hársbreidd frá Gullpálmanum sjálfum,“ segir Kári „Þetta er big deal!“ Kári minnir einnig á hversu magnað afrek það er að komast inn á aðalkeppni Cannes, burtséð frá viðurkenningunni. Í ár voru 3739 stuttmyndir sendar í keppnina og aðeins tíu komust að, þar af fékk ein hálf-íslensk mynd verðlaun. „Þetta er big deal!“ segir Kári.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Tengdar fréttir Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31