Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2021 12:52 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. „Það er alvarlegt mál og hlýtur að vera fordæmalaust að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki samkeppnisaðila ranglega um skattalagabrot,“ segir Arnar í kröfubréfi til ÁTVR og Ívars J. Arndal forstjóra. Arnar hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að leggja fram kæru á hendur Ívari fyrir rangar sakargiftir. „Engum blöðum er um það að fletta að ásakanir þínar á hendur mér persónulega og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS eru tilhæfulausar með öllu. Að bera saklausa menn röngum sakargiftum er refsivert,“ segir í kröfubréfinu. Greint var frá því að á föstudag að ÁTVR hafi kært Arnar og félögin tvö til lögreglu og skattayfirvalda. Í kærunum er aðilarnir sakaðir um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Sé sannarlega með virðisaukaskattnúmer Í kærunum var félagið Santewines SAS sagt vera án virðisaukaskattsnúmers og íslenskrar kennitölu. Það hafi því því enga heimild til að rukka virðisaukaskatt hér á landi. Arnar hafnar þessu. „Með lágmarks fyrirhöfn hefði mátt leiða í ljós þá augljósu staðreynd að Santewines SAS hefur bæði íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Félagið gefur út reikninga með 11% virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hefur gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Hin íslenska kennitala og virðisaukaskattsnúmer voru skráð hjá Skattinum í apríl sl. en félagið hóf starfsemi í maí,“ segir í bréfinu til ÁTVR sem Arnar birtir fjölmiðlum. Hann bætir við að ekki hafi orðið nein vanskil og öll aðflutningsgjöld vegna innflutnings á áfengi hafi verið greidd. Raunar sé gjalddagi vegna virðisaukaskatts í maí og júní, fyrstu rekstrarmánaða verslunarinnar, ekki fyrr en 5. ágúst. „Allar ásakanir um skattsvik og undanskot eru rógburður,“ segir í bréfi Arnars. Vill að kærurnar séu dregnar til baka Með bréfinu krefst Arnar þess að áðurnefndar kærur verði dregnar til baka án tafar og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu og vefborðum í eina viku á visir.is og mbl.is. Er farið fram á að í afsökunarbeiðninni komi fram að kærurnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsökunar á því að hafa haft frammi rangar sakargiftir gagnvart Arnari og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS. Veittur er frestur til að verða við kröfunni til klukkan 15 á miðvikudag. Lögreglumál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
„Það er alvarlegt mál og hlýtur að vera fordæmalaust að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki samkeppnisaðila ranglega um skattalagabrot,“ segir Arnar í kröfubréfi til ÁTVR og Ívars J. Arndal forstjóra. Arnar hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hann ætli að leggja fram kæru á hendur Ívari fyrir rangar sakargiftir. „Engum blöðum er um það að fletta að ásakanir þínar á hendur mér persónulega og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS eru tilhæfulausar með öllu. Að bera saklausa menn röngum sakargiftum er refsivert,“ segir í kröfubréfinu. Greint var frá því að á föstudag að ÁTVR hafi kært Arnar og félögin tvö til lögreglu og skattayfirvalda. Í kærunum er aðilarnir sakaðir um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum. Sé sannarlega með virðisaukaskattnúmer Í kærunum var félagið Santewines SAS sagt vera án virðisaukaskattsnúmers og íslenskrar kennitölu. Það hafi því því enga heimild til að rukka virðisaukaskatt hér á landi. Arnar hafnar þessu. „Með lágmarks fyrirhöfn hefði mátt leiða í ljós þá augljósu staðreynd að Santewines SAS hefur bæði íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Félagið gefur út reikninga með 11% virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hefur gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Hin íslenska kennitala og virðisaukaskattsnúmer voru skráð hjá Skattinum í apríl sl. en félagið hóf starfsemi í maí,“ segir í bréfinu til ÁTVR sem Arnar birtir fjölmiðlum. Hann bætir við að ekki hafi orðið nein vanskil og öll aðflutningsgjöld vegna innflutnings á áfengi hafi verið greidd. Raunar sé gjalddagi vegna virðisaukaskatts í maí og júní, fyrstu rekstrarmánaða verslunarinnar, ekki fyrr en 5. ágúst. „Allar ásakanir um skattsvik og undanskot eru rógburður,“ segir í bréfi Arnars. Vill að kærurnar séu dregnar til baka Með bréfinu krefst Arnar þess að áðurnefndar kærur verði dregnar til baka án tafar og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu og vefborðum í eina viku á visir.is og mbl.is. Er farið fram á að í afsökunarbeiðninni komi fram að kærurnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsökunar á því að hafa haft frammi rangar sakargiftir gagnvart Arnari og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS. Veittur er frestur til að verða við kröfunni til klukkan 15 á miðvikudag.
Lögreglumál Áfengi og tóbak Skattar og tollar Tengdar fréttir ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45 Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
ÁTVR kærir Arnar til lögreglu og skattayfirvalda Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur kært Arnar Sigurðsson, frönsku netverslunina Santewines SAS og innflutningsfyrirtækið Sante ehf. til lögreglu og Skattsins. Fyrirtækið er sakað um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. 16. júlí 2021 07:45
Hægt að fá vín á N1 á sunnudegi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti um metár í rekstri sínum í ársskýrslu í gær, með yfir 50 milljarða veltu. Á sama tíma hafa fleiri en 1.000 vínpantanir þegar borist Arnari Sigurðssyni vínkaupmanni, sem hóf á dögunum að reka vefverslun með áfengi í gegnum franskt fyrirtæki, sem er þó með lager á Íslandi. 15. maí 2021 12:17
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf