Lífið

Telur lík­­legt að Vil­hjálmur og Katrín muni brjóta hefðina

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hinn sjö ára gamli Georg Bretaprins hefur orðið fyrir aðkasti á internetinu.
Hinn sjö ára gamli Georg Bretaprins hefur orðið fyrir aðkasti á internetinu. Getty/Samir Hussein

Talið er líklegt að Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynjan af Cambridge muni ekki birta afmælismynd af syni sínum, Georg Bretaprins, eins og hefð er fyrir. Þau hafa fengið sig fullsödd af þeirri stríðni sem sonur þeirra hefur orðið fyrir á internetinu.

Vilhjálmur og Katrín hafa gert það að hefð að birta ljósmynd af börnum sínum við sérstök tilefni, eins og til dæmis á afmælisdögum þeirra.

Nú hefur Angela Levin, rithöfundur sem hefur sérhæft sig í konungsfjölskyldunni, greint frá því að ólíklegt sé að afmælismynd af Georg prins muni líta dagsins ljós nú í ár.

Hún segir Vilhjálm og Katrínu hafa fengið nóg af þeirri gagnrýni og stríðni sem Georg hefur orðið fyrir á internetinu undanfarið.

Georg var áhorfandi á leik Englands og Ítalíu á Wembley í síðustu viku, ásamt foreldrum sínum. Þar fylgdust ljósmyndarar grannt með fjölskyldunni og mynduðu í bak og fyrir. Þegar Ítalía skoraði mark og komst yfir, varð Georg leiður og sýndi tilheyrandi svipbrigði sem náðust á mynd, dónalegum netverjum til mikillar ánægju.

Á meðan margir gerðu grín að Georg og deildu myndinni áfram, voru þó aðrir sem komu honum til varnar og bentu á að hann sýndi eðlileg viðbrögð sjö ára drengs.

Foreldrarnir virðast þó hafa fengið sig fullsödd af þessum dónaskap og óvíst er hvort afmælismynd muni birtast þann 22. júlí næstkomandi, þegar hinn verðandi konungur verður átta ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×