Átján ára strákur í markinu fram yfir Ögmund Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 21:00 Mady Camara skoraði og fékk rautt í sigri kvöldsins hjá Olympiakos. Dimitris Lampropoulos/Anadolu Agency via Getty Images Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Olympiakos er liðið vann 1-0 sigur á FK Neftchi frá Baku í Aserbaídsjan í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Átján ára gutti var á milli stanganna hjá Olympiakos á kostnað Ögmundar. Mady Camara skoraði eina mark leiksins í kvöld á 29. mínútu en hann fékk svo að líta rautt spjald skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mert Celik úr liði gestanna var vikið af velli um miðjan síðari hálfleik og luku liðin því leik 10 gegn 10. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem er nýgenginn í raðir Olympiakos frá Sevilla, var ekki í leikmannahópi gríska liðsins í kvöld en þrátt fyrir það þurfti Ögmundur að gera sér bekkjarsetu að góðu í kvöld. Á milli stanganna stóð hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis. Ögmundur hefur aðeins spilað tvo deildarleiki fyrir gríska stórliðið frá því að hann var keyptur til þess frá AEL í Grikklandi síðasta sumar. Hann hefur verið varaskeifa fyrir Portúgalann José Sá sem er genginn í raðir Wolves til að fylla skarð Rui Patricio sem fór til Roma á Ítalíu. Tzolakis virðist fyrir framan Ögmund í goggunarröðinni þar sem hann spilaði fimm deildarleiki í fyrra. Sé Ögmundur orðinn þriðji markvörður félagsins er ekki alls ólíklegt að hann hugsi sér til hreyfings í sumar. Fleiri leikir voru á dagskrá í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Stórleikur kvöldsins var milli PSV Eindhoven frá Hollandi og Galatasaray frá Tyrklandi. Þeir hollensku unnu þar öruggan 5-1 heimasigur og eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Ísraelinn Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir PSV og Þjóðverjinn Mario Götze tvö. Úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar: Kairat Almaty 2-1 Rauða stjarnan Malmö FF 2-1 HJK Helsinki Mura 0-0 Ludogorets Razgrad Slovan Bratislava 0-0 Young Boys Legía Varsjá 2-1 Flora Tallinn Olympiakos 1-0 FK Neftchi PSV Eindhoven 5-1 Galatasaray Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Mady Camara skoraði eina mark leiksins í kvöld á 29. mínútu en hann fékk svo að líta rautt spjald skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Mert Celik úr liði gestanna var vikið af velli um miðjan síðari hálfleik og luku liðin því leik 10 gegn 10. Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem er nýgenginn í raðir Olympiakos frá Sevilla, var ekki í leikmannahópi gríska liðsins í kvöld en þrátt fyrir það þurfti Ögmundur að gera sér bekkjarsetu að góðu í kvöld. Á milli stanganna stóð hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis. Ögmundur hefur aðeins spilað tvo deildarleiki fyrir gríska stórliðið frá því að hann var keyptur til þess frá AEL í Grikklandi síðasta sumar. Hann hefur verið varaskeifa fyrir Portúgalann José Sá sem er genginn í raðir Wolves til að fylla skarð Rui Patricio sem fór til Roma á Ítalíu. Tzolakis virðist fyrir framan Ögmund í goggunarröðinni þar sem hann spilaði fimm deildarleiki í fyrra. Sé Ögmundur orðinn þriðji markvörður félagsins er ekki alls ólíklegt að hann hugsi sér til hreyfings í sumar. Fleiri leikir voru á dagskrá í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Stórleikur kvöldsins var milli PSV Eindhoven frá Hollandi og Galatasaray frá Tyrklandi. Þeir hollensku unnu þar öruggan 5-1 heimasigur og eru langt komnir með að tryggja sæti sitt í næstu umferð. Ísraelinn Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir PSV og Þjóðverjinn Mario Götze tvö. Úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar: Kairat Almaty 2-1 Rauða stjarnan Malmö FF 2-1 HJK Helsinki Mura 0-0 Ludogorets Razgrad Slovan Bratislava 0-0 Young Boys Legía Varsjá 2-1 Flora Tallinn Olympiakos 1-0 FK Neftchi PSV Eindhoven 5-1 Galatasaray
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira