„Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. júlí 2021 07:00 Heimir Guðjónsson segir sína menn vera búnir að grafa leik helgarinnar fyrir erfitt verkefni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Sjá meira
Valsmenn voru öflugir í forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem þeim féllu samanlagt 5-2 úr leik fyrir króatíska stórliðinu Dinamo Zagreb. Heimir segir leikmenn liðsins taka margt jákvætt úr leikjunum tveimur við króatísku meistarana. „Við þurfum að líta á þetta þannig, eins og þú segir réttilega, að við spiluðum mjög vel á móti Dinamo Zagreb í seinni leiknum hérna á Valsvellinum, sem var mikil framför frá fyrri leiknum. Við þurfum að byggja ofan á það og sjá hvort við getum ekki bætt okkur í þessum leik á morgun. Ef við ætlum að eiga möguleika á móti Bodö/Glimt, sem hlýtur að vera besta lið Noregs, þá þurfum við að sýna alvöru frammistöðu og bætingu frá leiknum við Dinamo.“ segir Heimir. Eftir síðari leikinn við Dinamo áttu Valsmenn hins vegar slakan leik gegn botnliði ÍA í Pepsi Max-deild karla um helgina. Heimir segir þann leik vera gleymdan og grafinn. „Við erum búnir að jarða þann leik. Það var sanngjörn niðurstaða, sanngjarnt tap. Nú er það búið og allur okkar fókus er á þessum leik. Auðvitað vitum við það að þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn.“ segir Heimir og bætir við: „Að sjálfsögðu stefnum við að því að vinna á heimavelli alveg sama hverjum við mætum. Að sjálfsögðu gerum við þá kröfu á okkur og við viljum standa okkur vel í Evrópukeppni. Þá væri gott veganesti að vinna leikinn, en jafntefli er ekkert slæm úrslit heldur.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Klippa: Heimir fyrir Bodö/Glimt
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Sjá meira