„Það verður gaman að berjast á hinum enda töflunnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2021 19:31 Guðrún Arnardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska liðið Rosengård. Mynd/Skjáskot Guðrún Arnardóttir mun fylla skarð Glódísar Perlu Viggósdóttir hjá Rosengård, en hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska félagið í dag. „Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
„Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21
Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09