„Það verður gaman að berjast á hinum enda töflunnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2021 19:31 Guðrún Arnardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska liðið Rosengård. Mynd/Skjáskot Guðrún Arnardóttir mun fylla skarð Glódísar Perlu Viggósdóttir hjá Rosengård, en hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska félagið í dag. „Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
„Þetta gerðist allt frekar hratt,“ sagði Guðrún í samtali við Helenu Ólafsdóttir í dag. „Ég heyrði bara af áhuganum fyrir þrem viku eða svo og ég var náttúrulega samningsbundin Djurgården út tímabilið þannig að þeir þurftu að komast að samkomulagi um að leyfa mér að fara.“ Guðrún er að fara frá liði sem situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og yfir í lið sem itur á toppi deildarinnar. Hún segir að markmið Rosengård sé að vinna deildina. „Það er auðvitað markmiðið hjá klúbbnum og ég vona að ég geti hjálpað til við að ná því markmiði. Það verður gaman að prófa það, maður er búin að vera í botnbaráttunni síðan maður kom til Svíþjóðar þannig að það verður gaman að prófa að vera á hinum enda töflunnar. Vonandi náum við að taka bikarinn.“ Eins og áður segir er Guðrún að fylla í skarð Glódísar Perlu sem á dögunum samdi við Þýskalandsmeistara Bayern München. Hún segir að þrátt fyrir að Rosengård hafi misst þrjá leikmenn sé liðið virkilega sterkt. „Auðvitað er pressa, en ég er að koma inn í rosalega sterkt lið þó að þær hafi misst Glódísi og tvo aðra leikmenn núna. En að sama skapi hafa þær líka fengið fleiri nýja inn þannig að það verður rosaleg samkeppni.“ „Ég verð bara að fókusa á að standa mig vel og koma mér inn í liðið.“ Guðrún hefur nú spilað í Svíþjóð í tvö og hálft ár. Hún segir að deildin úti í Svíþjóð sé mjög jöfn og að þar liggi munurinn á sænska og íslenska boltanum. „Deildin úti er náttúrulega rosalega jöfn, og hefur einhvernvegin alltaf verið. Þó að kannski seinustu tvö ár hafi það veri Rosengård og Häkken þarna á toppnum þá geta öll lið tekið stig af hvort öðru. Það gerir deildina svo skemmtilega, að allir leikir eru alvöru leikir, sama hvort þú ert að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðrún Arnardóttir Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21 Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Guðrún fyllir skarð Glódísar hjá Rosengård Guðrún Arnardóttir hefur samið við Rosengård. Hún kemur til liðsins frá Djurgården. 22. júlí 2021 09:21
Glódís Perla semur við Þýskalandsmeistara Bayern Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur samið við Þýskalandsmeistara Bayern München. Skrifar hún undir samning til ársins 2024. 9. júlí 2021 11:09