„Áskorun fyrir Sveindísi að koma inn í þennan taktíska leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 12:30 Sveindís Jane meiddist snemma móts eftir frábæra byrjun. Instagram/@sveindisss Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, kveðst ánægð með Íslendingana tvo hjá liðinu, þær Sveindísi Jane Jónsdóttur og Sif Atladóttur. Sveindís Jane kom til Kristianstad fyrir tímabilið eftir að hafa leikið frábærlega sem lánsmaður hjá Breiðabliki frá uppeldisfélagi sínu Keflavík. Sveindís skoraði 14 mörk í 15 leikjum fyrir Blikakonur er þær urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Sveindís skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum fyrir Kristianstad en var síðan frá í mánuð vegna meiðsla. Hún hefur síðan bætt við tveimur deildarmörkum til viðbótar og er alls með fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið á tímabilinu. „Ég er rosa sátt við Sveindísi og þetta er auðvitað pínulítil breyting fyrir hana, þetta er bara öðruvísi deild. Ég er búin að horfa á leiki þegar ég hef verið hér heima og maður sér alveg klárlega muninn. Hérna er mikill kraftur í leikjunum, fram og til baka, færi á báða bóga og mörg mörk,“ segir Elísabet sem segir sænsku deildina vera töluvert taktískari en þá íslensku. „Þetta er ekki alveg þannig í Svíþjóð, eins og þið vitið sem hafið fylgst með þeirri deild, hún er taktískari og mér hefur fundist það vera áskorun fyrir Sveindísi að koma inn í þennan taktíska leik,“ segir Elísabet. Sveindís Jane var keypt til þýska stórliðsins Wolfsburg eftir síðasta tímabil en er aðeins á láni hjá Kristianstad. Elísabet segir að hún verði ekki áfram hjá Kristianstad eftir þetta tímabil, heldur verði klár í slaginn með stórveldinu. „Hún er bara að verða betri og betri og ég tel þetta vera frábært milliskref fyrir hana áður en hún fer í stórliðið Wolfsburg. Hún fer í lok tímabils og verður 100% klár í að fara í alvöruna þar.“ segir Elísabet. Sif á réttri braut Sveindís er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá Kristianstad. Varnarjaxlinn Sif Atladóttir er goðsögn hjá félaginu, enda leikið þar sleitulaust frá árinu 2011 undir stjórn Elísabetar. Sif, sem er 36 ára gömul, var frá allt tímabilið í fyrra vegna barneigna og lék sinn fyrsta keppnisleik í eitt og hálft ár þegar hún kom inn í lið Kristianstad í upphafi móts. „Sif er að komast í betra og betra form, mér fannst hún spila frábæran leik, núna þann síðasta fyrir pásuna, þá var hún komin í vörnina aftur. Við söknuðum hennar þar þegar við vorum að spila við Hacken og við fengum á okkur of mikið af mörkum. Þá sá ég að það væri nú gott að henda henni til baka í vörnina. Hún er bara að fá til baka hraðann og svona gamla formið. Ég er 100% að hún muni nýta pásuna vel og það verður gaman að sjá hana í seinni hlutanum.“ segir Elísabet. Viðtalið við Elísabetu má sjá að neðan. Klippa: Elísabet um Sveindísi Jane og Sif Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Sveindís Jane kom til Kristianstad fyrir tímabilið eftir að hafa leikið frábærlega sem lánsmaður hjá Breiðabliki frá uppeldisfélagi sínu Keflavík. Sveindís skoraði 14 mörk í 15 leikjum fyrir Blikakonur er þær urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Sveindís skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum fyrir Kristianstad en var síðan frá í mánuð vegna meiðsla. Hún hefur síðan bætt við tveimur deildarmörkum til viðbótar og er alls með fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið á tímabilinu. „Ég er rosa sátt við Sveindísi og þetta er auðvitað pínulítil breyting fyrir hana, þetta er bara öðruvísi deild. Ég er búin að horfa á leiki þegar ég hef verið hér heima og maður sér alveg klárlega muninn. Hérna er mikill kraftur í leikjunum, fram og til baka, færi á báða bóga og mörg mörk,“ segir Elísabet sem segir sænsku deildina vera töluvert taktískari en þá íslensku. „Þetta er ekki alveg þannig í Svíþjóð, eins og þið vitið sem hafið fylgst með þeirri deild, hún er taktískari og mér hefur fundist það vera áskorun fyrir Sveindísi að koma inn í þennan taktíska leik,“ segir Elísabet. Sveindís Jane var keypt til þýska stórliðsins Wolfsburg eftir síðasta tímabil en er aðeins á láni hjá Kristianstad. Elísabet segir að hún verði ekki áfram hjá Kristianstad eftir þetta tímabil, heldur verði klár í slaginn með stórveldinu. „Hún er bara að verða betri og betri og ég tel þetta vera frábært milliskref fyrir hana áður en hún fer í stórliðið Wolfsburg. Hún fer í lok tímabils og verður 100% klár í að fara í alvöruna þar.“ segir Elísabet. Sif á réttri braut Sveindís er ekki eini Íslendingurinn á mála hjá Kristianstad. Varnarjaxlinn Sif Atladóttir er goðsögn hjá félaginu, enda leikið þar sleitulaust frá árinu 2011 undir stjórn Elísabetar. Sif, sem er 36 ára gömul, var frá allt tímabilið í fyrra vegna barneigna og lék sinn fyrsta keppnisleik í eitt og hálft ár þegar hún kom inn í lið Kristianstad í upphafi móts. „Sif er að komast í betra og betra form, mér fannst hún spila frábæran leik, núna þann síðasta fyrir pásuna, þá var hún komin í vörnina aftur. Við söknuðum hennar þar þegar við vorum að spila við Hacken og við fengum á okkur of mikið af mörkum. Þá sá ég að það væri nú gott að henda henni til baka í vörnina. Hún er bara að fá til baka hraðann og svona gamla formið. Ég er 100% að hún muni nýta pásuna vel og það verður gaman að sjá hana í seinni hlutanum.“ segir Elísabet. Viðtalið við Elísabetu má sjá að neðan. Klippa: Elísabet um Sveindísi Jane og Sif Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira