Arnór Ingvi var öflugur í leiknum, líkt og allt lið New England, en hann skoraði tvö marka liðsins í 5-0 sigrinum, hans fyrstu frá því að hann samdi við liðið.
Ballers https://t.co/opl3FSHsBE | @AudiOfficial #GoalsDriveProgress pic.twitter.com/TIGagYJsTR
— Major League Soccer (@MLS) July 23, 2021
Að launum hlýtur Arnór sæti í liði vikunnar í deildinni en þetta er í annað skiptið sem íslenskur leikmaður er í því liði á tímabilinu. Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson var valinn fyrir tæpum mánuði síðan fyrir góða frammistöðu sína með New York City.
Liðsfélagi Arnórs, framherjinn Adam Buksa, var einnig í liðinu en hann skoraði tvö mörk líkt og Njarðvíkingurinn.
New England trónir á toppi Austurdeildar MLS með 30 stig eftir 15 leiki.