Afvopnaður á ríkisstjórnarfundinum á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 14:30 Siggi á Vaðbrekku í camo fötum frá toppi til táar við vörðu nokkra. @veidimeistarinn Sigurði Aðalsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Austurlandi og einum þekktasta hreindýraleiðsögumanni landsins, brá heldur betur í brún í gær þegar hann var stöðvaður á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ástæðan var sú að Sigurður var vopnaður. Sigurður greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið beiðni frá Morgunblaðinu um að mynda upphaf ríkisstjórnarfundarins. Til hans var boðað með frekar skömmum fyrirvara en tilefnið var minnisblað sóttvarnalæknis og tillögur hans að aðgerðum innanlands. „Ég brást vel við því og mætti á staðinn, myndaði ráðherrana úti í sólinni fyrir fundinn og svo inni við ríkisstjórnarborðið,“ segir Sigurður. Allt gekk vel fyrir sig þar til öryggisvörður virðist hafa orðið var við aukahlut við belti Sigurðar. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Aðalsteinsson (@veidimeistarinn) „Þá bar nýrra við! Ég var afvopnaður í fyrsta skipti. Öryggisvörður frá lögreglunni leyfði mér fráleitt að fara með hnífinn minn við beltið inn á ríkisstjórnarfundinn. Ég varð að afhenda honum hnífinn sem hann geymdi og afhenti mér með skilum þegar ég kom út aftur, að lokinni myndatökunni!“ Sigurður, betur þekktur sem Siggi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal inn af Jökuldal, er þekktur fyrir veiðimennsku og var venju samkvæmt með veiðihníf á sér. Kappinn er þekktur fyrir að klæðast sjaldan öðru en „camo“ fötum, jafnvel nærfatnaði ef út í það er farið, en fötin eru afar vinsæl við veiðar. Siggi hefur fengist við það áratugum saman, samhliða búskap og veiðum, að vera fréttaritari á Austfjörðum. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar og má telja líklegt að hann sé utan þjónustusvæðis með hníf við beltið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Skotvopn Skotveiði Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Sigurður greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið beiðni frá Morgunblaðinu um að mynda upphaf ríkisstjórnarfundarins. Til hans var boðað með frekar skömmum fyrirvara en tilefnið var minnisblað sóttvarnalæknis og tillögur hans að aðgerðum innanlands. „Ég brást vel við því og mætti á staðinn, myndaði ráðherrana úti í sólinni fyrir fundinn og svo inni við ríkisstjórnarborðið,“ segir Sigurður. Allt gekk vel fyrir sig þar til öryggisvörður virðist hafa orðið var við aukahlut við belti Sigurðar. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Aðalsteinsson (@veidimeistarinn) „Þá bar nýrra við! Ég var afvopnaður í fyrsta skipti. Öryggisvörður frá lögreglunni leyfði mér fráleitt að fara með hnífinn minn við beltið inn á ríkisstjórnarfundinn. Ég varð að afhenda honum hnífinn sem hann geymdi og afhenti mér með skilum þegar ég kom út aftur, að lokinni myndatökunni!“ Sigurður, betur þekktur sem Siggi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal inn af Jökuldal, er þekktur fyrir veiðimennsku og var venju samkvæmt með veiðihníf á sér. Kappinn er þekktur fyrir að klæðast sjaldan öðru en „camo“ fötum, jafnvel nærfatnaði ef út í það er farið, en fötin eru afar vinsæl við veiðar. Siggi hefur fengist við það áratugum saman, samhliða búskap og veiðum, að vera fréttaritari á Austfjörðum. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar og má telja líklegt að hann sé utan þjónustusvæðis með hníf við beltið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Skotvopn Skotveiði Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira