Víkingar ákveða í dag hvort þeir taki sæti Kríumanna í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2021 11:41 Víkingur lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Kríu í umspili um sæti í Olís-deildinni. víkingur Víkingar ákveða seinna í dag hvort þeir taki sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta. Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira