Víkingar ákveða í dag hvort þeir taki sæti Kríumanna í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2021 11:41 Víkingur lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Kríu í umspili um sæti í Olís-deildinni. víkingur Víkingar ákveða seinna í dag hvort þeir taki sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta. Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Sjá meira
Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Sjá meira