Alderweireld kom til Tottenham frá Atlético Madrid 2015. Tímabilið 2014-15 lék hann sem lánsmaður með Southampton.
Thank you, @AlderweireldTob pic.twitter.com/vM8EReCemm
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) July 27, 2021
Belginn lék 236 leiki fyrir Tottenham og var í liðinu sem komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu 2019.
Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tottenham í sumar en í gær skipti liðið á Bryan Gil og Erik Lamela.
Tottenham hefur einnig fengið ítalska markvörðinn Pierluigi Gollini frá Atalanta. Þá er Tottenham komið með nýjan knattspyrnustjóra, Nuno Espírito Santo.
Tottenham endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst í úrslit deildabikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Manchester City.