Bassaleikari ZZ Top er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2021 21:23 Dusty Hill er vinstra megin við hlið Billy Gibbons. Útilit tríósins hefur um árabil verið mjög einkennandi. AP/Johnathan Short Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum. Samstarfsmenn Hill, þeir Frank Beard, trommari, og Billy Gibbons, sem spilar á gítar, tilkynntu andlát bassaleikarans á Facebooksíðu tríósins í kvöld. Þeir sögðu ekki hver dánarorsök Hill væri. Í færslunni segja þeir Beard og Gibbons að þeir, ásamt aragrúa aðdáenda ZZ Top um heiminn allan, muni sakna Hill sárt. AP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi hljómsveitin tilkynnt að Hill þyrfti frá að hverfa um stund vegna mjaðmavandræða. Þrímenningarnir stofnuðu ZZ Top í Houston árið 1969 og gáfu út sína fyrstu plötu árið 1970. Það var þó árið 1973 sem þeir gáfu út lagið La Grange, sem fjallar um „Kjúklingabýlið“. Það var víðfrægt vændishús í Texas. Aðrir slagarar hljómsveitarinnar eru Tush, Sharp dressed man, Legs, Gimme all your lovin og Rough boy, svo einhverjir séu nefndir. Þeir voru svo vígðir í frægðarhöll rokksins árið 2004. Hér má sjá ZZ Top spila sérstaka útgáfu af La Grange í þætti Howard Stern árið 2013. Andlát Bandaríkin Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Samstarfsmenn Hill, þeir Frank Beard, trommari, og Billy Gibbons, sem spilar á gítar, tilkynntu andlát bassaleikarans á Facebooksíðu tríósins í kvöld. Þeir sögðu ekki hver dánarorsök Hill væri. Í færslunni segja þeir Beard og Gibbons að þeir, ásamt aragrúa aðdáenda ZZ Top um heiminn allan, muni sakna Hill sárt. AP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi hljómsveitin tilkynnt að Hill þyrfti frá að hverfa um stund vegna mjaðmavandræða. Þrímenningarnir stofnuðu ZZ Top í Houston árið 1969 og gáfu út sína fyrstu plötu árið 1970. Það var þó árið 1973 sem þeir gáfu út lagið La Grange, sem fjallar um „Kjúklingabýlið“. Það var víðfrægt vændishús í Texas. Aðrir slagarar hljómsveitarinnar eru Tush, Sharp dressed man, Legs, Gimme all your lovin og Rough boy, svo einhverjir séu nefndir. Þeir voru svo vígðir í frægðarhöll rokksins árið 2004. Hér má sjá ZZ Top spila sérstaka útgáfu af La Grange í þætti Howard Stern árið 2013.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp