Svarta ekkjan í hart við Disney Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 21:02 Scarlett Johansson í hlutverki Svörtu ekkjunnar. Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel. Samningur Johansson sagði til um að laun hennar fyrir að leika í myndinni tækju að miklu leyti mið af því hve vel henni gengi í kvikmyndahúsum. Hún segir ákvörðunina um að birta myndina á streymisveitunni samhliða kvikmyndahúsum hafa komið verulega niður á launum hennar. Í frétt Guardian segir að tekjur af sýningu myndarinnar í kvikmyndahúsum hafi verið háar í upphafi. Fyrstu vikuna hafi þær verið um 80 milljónir dala. Aðra vikuna lækkuðu tekjurnar þó um 67 prósent. Samtök kvikmyndahúsa sögðu þá lækkun hafa orðið vegna birtingar myndarinnar á Disney+. Í yfirlýsingu frá samtökunum, sem kallast NATO, segir að allir aðilar hagnist mest á því að sýna kvikmyndir eingöngu í kvikmyndahúsum í fyrstu. Þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki í síðasta sinn sem deilt er um frumsýningar og streymisveitur. Í kæru Johansson segir að forsvarsmenn Disney+ hafi viljað fjölga áskrifendum sínum og auka verðmæti hlutabréfa. Yfirmenn fyrirtækisins hafi fengið milljónir dala í laun og bónusa. Það hafi hins vegar verið gert á kostnað leikkonunnar. Áhugasamir geta lesið kæru Johansson hér. Í kærunni segir að við samþykkt samningsins hafi öllum átt að vera ljóst að samkvæmt honum ætti kvikmyndin að vera eingöngu sýnd í kvikmyndahúsum í 90 til 120 daga. Deadline segir að umboðsmenn Johansson hafi reynt að gera nýjan samning við Marvel eftir að Disney tilkynnti að Black Widow yrði einnig sýnd á Disney+. Sú viðleitni hafi verið hunsuð af forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Þá segir miðillinn frá því að eftir að myndin var sýnd á Disney+ hafi ólögleg eintök hennar farið í mikla dreifingu á netinu. Frá því hún var frumsýnd þann 9. júlí hafi engri kvikmynd verið halað jafn oft niður ólöglega. Uppfært 21:40 Blaðamaður New York Times segir forsvarsmenn Disney hafna ásökunum Johansson alfarið. Þeir segjast hafa farið eftir samningnum í öllu og bæta við að útgáfa Black Widow á Disney+ hafi aukið laun Johansson, til viðbótar við þær tuttugu milljónir dala sem hún hafi þegar fengið. Disney continued: "Disney has fully complied with Ms. Johansson s contract and furthermore, the release of Black Widow on Disney+ with Premier Access has significantly enhanced her ability to earn additional compensation on top of the $20M she has received to date. — Brooks Barnes (@brooksbarnesNYT) July 29, 2021 Bíó og sjónvarp Disney Hollywood Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Samningur Johansson sagði til um að laun hennar fyrir að leika í myndinni tækju að miklu leyti mið af því hve vel henni gengi í kvikmyndahúsum. Hún segir ákvörðunina um að birta myndina á streymisveitunni samhliða kvikmyndahúsum hafa komið verulega niður á launum hennar. Í frétt Guardian segir að tekjur af sýningu myndarinnar í kvikmyndahúsum hafi verið háar í upphafi. Fyrstu vikuna hafi þær verið um 80 milljónir dala. Aðra vikuna lækkuðu tekjurnar þó um 67 prósent. Samtök kvikmyndahúsa sögðu þá lækkun hafa orðið vegna birtingar myndarinnar á Disney+. Í yfirlýsingu frá samtökunum, sem kallast NATO, segir að allir aðilar hagnist mest á því að sýna kvikmyndir eingöngu í kvikmyndahúsum í fyrstu. Þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki í síðasta sinn sem deilt er um frumsýningar og streymisveitur. Í kæru Johansson segir að forsvarsmenn Disney+ hafi viljað fjölga áskrifendum sínum og auka verðmæti hlutabréfa. Yfirmenn fyrirtækisins hafi fengið milljónir dala í laun og bónusa. Það hafi hins vegar verið gert á kostnað leikkonunnar. Áhugasamir geta lesið kæru Johansson hér. Í kærunni segir að við samþykkt samningsins hafi öllum átt að vera ljóst að samkvæmt honum ætti kvikmyndin að vera eingöngu sýnd í kvikmyndahúsum í 90 til 120 daga. Deadline segir að umboðsmenn Johansson hafi reynt að gera nýjan samning við Marvel eftir að Disney tilkynnti að Black Widow yrði einnig sýnd á Disney+. Sú viðleitni hafi verið hunsuð af forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Þá segir miðillinn frá því að eftir að myndin var sýnd á Disney+ hafi ólögleg eintök hennar farið í mikla dreifingu á netinu. Frá því hún var frumsýnd þann 9. júlí hafi engri kvikmynd verið halað jafn oft niður ólöglega. Uppfært 21:40 Blaðamaður New York Times segir forsvarsmenn Disney hafna ásökunum Johansson alfarið. Þeir segjast hafa farið eftir samningnum í öllu og bæta við að útgáfa Black Widow á Disney+ hafi aukið laun Johansson, til viðbótar við þær tuttugu milljónir dala sem hún hafi þegar fengið. Disney continued: "Disney has fully complied with Ms. Johansson s contract and furthermore, the release of Black Widow on Disney+ with Premier Access has significantly enhanced her ability to earn additional compensation on top of the $20M she has received to date. — Brooks Barnes (@brooksbarnesNYT) July 29, 2021
Bíó og sjónvarp Disney Hollywood Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira