Gagnaverndarstofnun Lúxemborgar gaf út sektina en stofnunin segir að söfnun Amazon á persónuupplýsingum samrýmist ekki evrópsku persónuverndarlöggjöfinni. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju brot Amazon felst að því er fram kemur í frétt BBC. Fréttariti miðilsins nefnir þó að brotið hljóti að vera alvarlegt, sé tekið mið af upphæð sektarinnar.
Persónuverndarlöggjöfin gerir það meðal annars að verkum að fyrirtæki þurfa að sækja heimild viðskiptavina og notenda þjónustu þeirra til þess að vinna með persónuupplýsingar, ella standa þau frammi fyrir hárri sekt, líkt og nú er raunin í tilviki Amazon.
Talsmaður Amazon segir að sektin sé tilefnislaus með öllu og að fyrirtækið leggi mikið upp úr því að vernda persónuupplýsingar viðskiptavina sinna. Það standi til að áfrýja niðurstöðu stofnunarinnar.