Guðmundur leikur með New York City sem hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu en í nótt lagði liðið Columbus Crew örugglega að velli, 4-1, á Yankee leikvangnum í New York.
Guðmundur hóf leik í vinstri bakverði og lék fyrstu 64 mínútur leiksins. Þegar Guðmundi var skipt af velli var staðan 3-0.
Watch all the goals from #NYCFC's Friday night party in the Boogie Down Bronx #ForTheCity pic.twitter.com/MmWDUywp0B
— New York City FC (@NYCFC) July 31, 2021
Þetta var þriðji sigur New York City í röð og er markatalan úr síðustu þremur leikjum 10-1.
Er liðið þar með komið upp í 3.sæti Austurdeildarinnar með 26 stig eftir 15 leiki en lið Arnórs Ingva Traustasonar, New England Revolution, trónir á toppi deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki.