Sir Alex Ferguson mætti tvisvar með lið Aberdeen í Laugardalinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 11:31 Sir Alex Ferguson var miklu yngri og hafði aldrei stýrt liði Manchester United þegar hann mætti tvisvar sinnum með lið sitt í Laugardalinn á níunda áratugnum. EPA/ETTORE FERRARI Breiðablik fær skoska liðið Aberdeen í heimsókn í kvöld í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira