Hagnaður stærsta olíuframleiðanda heims nærri þrefaldaðist Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 13:10 Kórónuveirufaraldurinn og sóttvarnatakmarkanir stjórnvalda hefur haft mikil áhrif á olíuvinnslu og hag olíufyrirtækja. Getty/Maksim Safaniuk Hagnaður sádiarabíska gas- og olíufyrirtækisins Aramco nærri þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og eftirspurn eftir olíu tók við sér á heimsvísu. Stjórnendur þessa stærsta olíuframleiðanda heims segja að aflétting sóttvarnatakmarkanna, bólusetning, efnahagsaðgerðir stjórnvalda og endurreisn hagkerfa skýri viðsnúninginn í rekstri félagsins. Eftirspurn eftir olíu dróst mikið saman snemma í kórónuveirufaraldrinum en verð á hráolíu hefur nú hækkað um yfir 30 prósent frá ársbyrjun 2021. Hafa olíurisar heimsins ekki farið varhluta af þessari þróun. Hagnaður Aramco jókst um um 288 prósent á öðrum ársfjórðungi 2021 samanborið við sama tíma í fyrra og nam 25,5 milljörðum Bandaríkjadala. Jafngildir það um 3.215 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins jókst um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fleiri olíufyrirtæki sýnt sterkan viðsnúning Amin Nasser, forstjóri fyrirtækisins segir að fjárhagsniðurstöðurnar endurspegli kröftuga viðspyrnu í eftirspurn eftir olíu. Armco er ekki eina orkufyrirtækið sem hefur nýverið birt sterkar fjárhagsniðurstöður á sama tíma og borið hefur á batamerkjum í heimshagkerfinu. Í síðasta mánuði tilkynnti bandaríski orkurisinn Exxon Mobil að hagnaður fyrirtækisins hafi numið 4,7 milljörðum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi samanborið við yfir eins milljarða tap á sama tímabili í fyrra. Þá greindi evrópska fyrirtækið Royal Dutch Shell nýverið frá hæsta ársfjórðungshagnaði sínum í yfir tvö ár. Verðið á Brent-hráolíu hefur hækkað í um 70 Bandaríkjadali eftir að samtök olíuútflutningsríkja (Opec+) ákváðu að draga úr olíuframleiðslu. Félag breskra bifreiðaeigenda (RAC) sagði í síðustu viku að bensínverð þar í landi hafi ekki verið jafn hátt í átta ár í kjölfar níu mánaða verðhækkana. Bensín og olía Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14 Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. 10. mars 2020 16:41 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stjórnendur þessa stærsta olíuframleiðanda heims segja að aflétting sóttvarnatakmarkanna, bólusetning, efnahagsaðgerðir stjórnvalda og endurreisn hagkerfa skýri viðsnúninginn í rekstri félagsins. Eftirspurn eftir olíu dróst mikið saman snemma í kórónuveirufaraldrinum en verð á hráolíu hefur nú hækkað um yfir 30 prósent frá ársbyrjun 2021. Hafa olíurisar heimsins ekki farið varhluta af þessari þróun. Hagnaður Aramco jókst um um 288 prósent á öðrum ársfjórðungi 2021 samanborið við sama tíma í fyrra og nam 25,5 milljörðum Bandaríkjadala. Jafngildir það um 3.215 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins jókst um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Fleiri olíufyrirtæki sýnt sterkan viðsnúning Amin Nasser, forstjóri fyrirtækisins segir að fjárhagsniðurstöðurnar endurspegli kröftuga viðspyrnu í eftirspurn eftir olíu. Armco er ekki eina orkufyrirtækið sem hefur nýverið birt sterkar fjárhagsniðurstöður á sama tíma og borið hefur á batamerkjum í heimshagkerfinu. Í síðasta mánuði tilkynnti bandaríski orkurisinn Exxon Mobil að hagnaður fyrirtækisins hafi numið 4,7 milljörðum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi samanborið við yfir eins milljarða tap á sama tímabili í fyrra. Þá greindi evrópska fyrirtækið Royal Dutch Shell nýverið frá hæsta ársfjórðungshagnaði sínum í yfir tvö ár. Verðið á Brent-hráolíu hefur hækkað í um 70 Bandaríkjadali eftir að samtök olíuútflutningsríkja (Opec+) ákváðu að draga úr olíuframleiðslu. Félag breskra bifreiðaeigenda (RAC) sagði í síðustu viku að bensínverð þar í landi hafi ekki verið jafn hátt í átta ár í kjölfar níu mánaða verðhækkana.
Bensín og olía Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14 Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. 10. mars 2020 16:41 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14
Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar. 10. mars 2020 16:41