Messi ánægður í París: Markmiðið er að halda áfram að vinna titla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 09:45 Lionel Messi við hlið forseta PSG, Nasser Al-Al-Khelaifi á blaðamannafundi í París í morgun. AP/Francois Mori Lionel Messi hélt blaðamannafund í París í dag þar sem hann ræddi um komu sína til Frakklands og framhaldið sem leikmaður Paris Saint Germain. „Það var erfitt að fara frá Barcelona eftir svona mörg ár en ég var hamingjusamur um leið og ég kom hingað til Parísar. Ég vil byrja að æfa sem fyrst og vildi ganga frá þessu strax,“ sagði Lionel Messi. "It would be nice to go back to Barcelona with the fans there after the pandemic"Lionel Messi admits he would relish PSG facing Barcelona in the Champions League this season pic.twitter.com/hhrLY0IfHQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2021 „Ég hef notið tímans í París frá fyrstu mínútu sem ég kom til borgarinnar. Ég vil komast á æfingu með liðsfélögum mínum og byrja þennan nýja tíma í mínu lífi,“ sagði Messi. Leystu öll vandmál og gerðu það fljótt „Ég vil þakka forsetanum og öllum hér fyrir móttökurnar sem og hversu fljótt við gátum gengið frá samningnum. Þetta var slungin staða en þeir leystu öll vandamál og gerðu það fljótt,“ sagði Messi. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Ég vil áfram spila fótbolta og ætla mér að vinna titla alveg eins og þegar ég hóf ferilinn. Þetta félag er tilbúið að berjast um alla titla. Það er mitt markmið að halda áfram að vinna titla og þess vegna er ég kominn hingað. Ég vona að það takist,“ sagði Messi. Messi on linking up with Mbappe and Neymar "I am very happy, it is really crazy. The team is incredible and I really want to train and compete now because I am going to be playing with the best players. It is an incredible experience". pic.twitter.com/ww1ISjx6jQ— B/R Football (@brfootball) August 11, 2021 „Ég vill þakka París fyrir móttökurnar en þær hafa verið klikkaðar. Ég er viss um að ég mun njóta tíma míns með liðinu og við ætlum að berjast fyrir að ná markmiðum félagsins,“ sagði Messi en hvenær spilar hann fyrsta leikinn? Veit ekki hvenær hann spilar fyrsta leikinn „Ef ég segi alveg eins og er þá veit ég það ekki. Ég var í fríi og það er allt nýtt fyrir mig. Ég ræddi við þjálfarateymið í gær og líklega þarf ég á undirbúningstímabili að halda,“ sagði Messi. „Ég byrja að æfa og vonandi get ég spilað sem fyrst en það fer eftir því hvort starfsliðið gefur mér grænt ljós,“ sagði Messi. Það gæti farið svo að Messi mæti Barcelona í Meistaradeildinni og hann var spurður út í þann möguleika. Yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju „Það var flókið að fara frá Barcelona án þess að vita hvar ég myndi enda. Barcelona er heimilið mitt og ég hef verið þar síðan ég var strákur. Þeir vita samt að ég mun koma aftur með sterku liði sem er með það markmið að vinna Meistaradeildina. Ég elska að vinna og að hafa stór markmið. Ég veit að markmið mín og PSG eru þau sömu,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort við mætum Barcelona. Það væri samt indælt að fara aftur til Barcelona. Ég vona að þá verði áhorfendur leyfðir vegna faraldursins. Það yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju en það er möguleiki og við verðum bara að sjá til,“ sagði Messi. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
„Það var erfitt að fara frá Barcelona eftir svona mörg ár en ég var hamingjusamur um leið og ég kom hingað til Parísar. Ég vil byrja að æfa sem fyrst og vildi ganga frá þessu strax,“ sagði Lionel Messi. "It would be nice to go back to Barcelona with the fans there after the pandemic"Lionel Messi admits he would relish PSG facing Barcelona in the Champions League this season pic.twitter.com/hhrLY0IfHQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2021 „Ég hef notið tímans í París frá fyrstu mínútu sem ég kom til borgarinnar. Ég vil komast á æfingu með liðsfélögum mínum og byrja þennan nýja tíma í mínu lífi,“ sagði Messi. Leystu öll vandmál og gerðu það fljótt „Ég vil þakka forsetanum og öllum hér fyrir móttökurnar sem og hversu fljótt við gátum gengið frá samningnum. Þetta var slungin staða en þeir leystu öll vandamál og gerðu það fljótt,“ sagði Messi. „Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Ég vil áfram spila fótbolta og ætla mér að vinna titla alveg eins og þegar ég hóf ferilinn. Þetta félag er tilbúið að berjast um alla titla. Það er mitt markmið að halda áfram að vinna titla og þess vegna er ég kominn hingað. Ég vona að það takist,“ sagði Messi. Messi on linking up with Mbappe and Neymar "I am very happy, it is really crazy. The team is incredible and I really want to train and compete now because I am going to be playing with the best players. It is an incredible experience". pic.twitter.com/ww1ISjx6jQ— B/R Football (@brfootball) August 11, 2021 „Ég vill þakka París fyrir móttökurnar en þær hafa verið klikkaðar. Ég er viss um að ég mun njóta tíma míns með liðinu og við ætlum að berjast fyrir að ná markmiðum félagsins,“ sagði Messi en hvenær spilar hann fyrsta leikinn? Veit ekki hvenær hann spilar fyrsta leikinn „Ef ég segi alveg eins og er þá veit ég það ekki. Ég var í fríi og það er allt nýtt fyrir mig. Ég ræddi við þjálfarateymið í gær og líklega þarf ég á undirbúningstímabili að halda,“ sagði Messi. „Ég byrja að æfa og vonandi get ég spilað sem fyrst en það fer eftir því hvort starfsliðið gefur mér grænt ljós,“ sagði Messi. Það gæti farið svo að Messi mæti Barcelona í Meistaradeildinni og hann var spurður út í þann möguleika. Yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju „Það var flókið að fara frá Barcelona án þess að vita hvar ég myndi enda. Barcelona er heimilið mitt og ég hef verið þar síðan ég var strákur. Þeir vita samt að ég mun koma aftur með sterku liði sem er með það markmið að vinna Meistaradeildina. Ég elska að vinna og að hafa stór markmið. Ég veit að markmið mín og PSG eru þau sömu,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort við mætum Barcelona. Það væri samt indælt að fara aftur til Barcelona. Ég vona að þá verði áhorfendur leyfðir vegna faraldursins. Það yrði samt mjög skrýtið að spila þar í annarri treyju en það er möguleiki og við verðum bara að sjá til,“ sagði Messi.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira