Að sögn Loga heilsast bæði móður og syni vel.
„Ég kem því bara ekki í orð hvað ég er stoltur af Hallveigu. Elsku hjartað mitt. Ótrúleg, sterk og mögnuð. Ég elska þig ástin mín,“ segir Logi í Facebookfærslu fyrr í kvöld.
Fyrir á Logi einn dreng og af orðum hans að dæma er fjölskyldan ánægð með viðbótina. „Og nú erum við loksins orðin fjögur,“ segir hann.