Guðfaðir sudoku-þrautanna er látinn Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2021 07:23 Maki Kaji þróaði sudoku-þrautirnar á áttunda áratugnum. AP/Getty Japaninn Maki Kaji, sem þekktur var sem „guðfaðir“ sudoku-þrautanna, er látinn. Hann lést í morgun af völdum krabbameins, 69 ára að aldri. Maki Kaji var sjálfur mikill áhugamaður um þrautir og heilabrot og hóf á sínum tíma störf í prentsmiðju eftir að hafa hætt í háskóla. Síðar stofnaði hann og varð útgefandi tímarits sem helgað var þessu helsta áhugamáli hans. Hann þróaði það sem átti síðar eftir að kallast sudoku á áttunda áratugnum, en orðið sjálft er stytting á japanska orðasambandinu að „allar tölur verða að vera stakar“. Í gegnum árin hafa milljónir manna um allan heim varið óteljandi klukkustundum við þessa heilaleikfimi Kajis. Síðustu ár hafði Kaji svo þróað ólíkar tegundir af þrautum með aðstoð lesenda að því er segir í frétt Guardian. Lesa má um sudoku-þrautirnar á Vísindavef Háskóla Íslands, en heimsmeistaramót hafa verið haldin í sudoku allt frá árinu 2006. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi mögulegra sudoku-mynstra á 9x9 borði eru 6.670.903.752.021.072.936.960 talsins. Andlát Japan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Maki Kaji var sjálfur mikill áhugamaður um þrautir og heilabrot og hóf á sínum tíma störf í prentsmiðju eftir að hafa hætt í háskóla. Síðar stofnaði hann og varð útgefandi tímarits sem helgað var þessu helsta áhugamáli hans. Hann þróaði það sem átti síðar eftir að kallast sudoku á áttunda áratugnum, en orðið sjálft er stytting á japanska orðasambandinu að „allar tölur verða að vera stakar“. Í gegnum árin hafa milljónir manna um allan heim varið óteljandi klukkustundum við þessa heilaleikfimi Kajis. Síðustu ár hafði Kaji svo þróað ólíkar tegundir af þrautum með aðstoð lesenda að því er segir í frétt Guardian. Lesa má um sudoku-þrautirnar á Vísindavef Háskóla Íslands, en heimsmeistaramót hafa verið haldin í sudoku allt frá árinu 2006. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi mögulegra sudoku-mynstra á 9x9 borði eru 6.670.903.752.021.072.936.960 talsins.
Andlát Japan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira