Fyrstu mánuðir Maríu hjá Man. United voru þeir erfiðustu á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 09:01 María Þórisdóttir í leik með liði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Visionhaus Norsk-íslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur gert upp fyrstu mánuði sína sem leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021 Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira
María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021
Enski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira