Fyrstu mánuðir Maríu hjá Man. United voru þeir erfiðustu á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 09:01 María Þórisdóttir í leik með liði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Visionhaus Norsk-íslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur gert upp fyrstu mánuði sína sem leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021 Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira